miðvikudagur, mars 22, 2006

"I really think you should be picked for the England squad, Stan.” "Cheers", replied Stan, "Why's that?""Because you're the only one who knows anything about beating Swedes"
Útvarpsviðtal við fyrrum LFC kappann Stanley Collymore, sem forðum lagði hendur á Ulriku Jonsson


Haukurinn veit hreinlega ekki hvað skal segja. Hann hafði hugsað sér að skrifa eilítinn pistil um stórsigur gærdagsins en mun láta sér nægja að vísa á þennan pistil. Vart þarf að taka það fram að Haukurinn er kátur í dag.

Danir eru greinilega farnir að finna meira fyrir evrópusambandinu og alþjóðavæðingunni í sínu daglega lífi, en er þetta ekki einum of mikið af hinu góða?

Hey, hann vildi ekki fara af grasinu! Eru menn ennþá súrir yfir því að þeir séu að yfirgefa Keflavík?

Haukurinn hefur talað!

þriðjudagur, mars 21, 2006

“I think war is a dangerous place." - George W. Bush, 7. Maí , 2003.

Haukurinn er hjartanlega sammála fyrrnefndum ræðumanni, stríð er sannarlega hættulegur staður.

Danir voru ekkert rosalega sáttir þegar þetta plakat var birt. Sjálfir voru þeir frekar vissir um að fólk gæti tengt saman Múhameðskrísuna og danskt Lego. Haukurinn veit sjálfur ekki alveg hvað skal segja, hann lék sér með Lego í æsku. Er hann þá kynþáttahatari?

Haukurinn hefur tekið eftir auknum vinsældum Krullu, þannig að hann ákvað að kommentera aðeins um "árangur" danska kvennalandsliðsins í krullu. Liðið olli nokkrum vonbrigðum á Ólympíuleikunum í Torino, en vonir voru bundnar við betra skúr á Heimsmeistaramótinu í Kanada. Vart er hægt að segja að liðið hafi staðið undir væntingum.

Hatrið lifir lengi. Greinilegt að skítkastið ætlar ekki að enda.

Haukurinn hefur talað!