fimmtudagur, október 23, 2003

Frí, frí, frí Haukurinn!

Haukurinn hefur ansi hreint góða stundaskrá hér í háskóla Álaborgar. Hann byrjar aldrei fyrr en klukkan 10 og er í fríi á föstudögum.

Í dag er stundaskráin enn þá betri, því að allir kennarar Hauksins eru veikir.. og þar með er Haukurinn kominn í helgarfrí....!

Haukurinn óskar lesendum góðrar helgar og hóflegrar drykkju!

Haukurinn hefur talað!

þriðjudagur, október 21, 2003

Aldeilis mér áður brá!

Haukurinn er í krísu þessa dagana. Hann hefur alla sína hunds- og kattartíð verið mjög mótfallin almenningsvögnum og almenningssamgöngum almennt en hefur þurft að skipta um skoðun við flutninginn til danmerkur. Nú tekur hann "bussen" á hverjum degi og þykir það barasta bærilegt.

En Adam var ekki lengi í paradís, því að á mánudaginn 20. október fóru strætisvagnabílstjórar í Álaborg í verkfall. Svo að nú verður Haukurinn að gjöra svo vel að ganga í 20 mínútur niður í miðbæ til þess að geta tekið strætisvagn á háskólasvæðið. Áður varð hann aðeins að stíga rétt út fyrir dyrnar á stúdentagarðinum til þess að finna næsta strætisvagn. Haukinn er í fyrsta sinn á lífsleiðinni farinn að lengja eftir strætisvagni, nokkuð sem hefur komið honum mjög svo á óvart.

Haukurinn heldur að hann gangi heim......!

Haukurinn hefur talað!