fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Læri, læri, tækifæri!

Haukurinn er latur í dag. Haukurinn var latur í gær. Haukurinn hefur áhyggjur af leti sinni. Hann langar að vera fullur af orku, ekki gerjuðum drykkjum og öðrum veisluföngum.

Haukurinn á að vera að skrifa verkefni, honum ber að skrifa nokkrar síður um eftirfarandi efni: How can/does a non-virtual media handle/deal with a topic like Virtual War?. Haukurinn er latur og honum dettur fátt í hug. Þegar hann á að vera að skrifa háfleyga hluti um ofur-raunveruleika, fjölmiðla, Sýndar-stríð og samband þeirra á milli, ákveður hann frekar að fremja og semja blogg.

Jæja, Haukurinn verður að snúa sér aftur að kenningum Jean Baudrillard og Paul Virillio um aukinn hraða og magn upplýsinga í fjölmiðlum, minnkandi heim og raunveruleikafyrringu nútíma mannsins.

Haukurinn hefur talað!