miðvikudagur, apríl 21, 2004

Ekki segja mömmu en barnfóstran er látin!

Haukurinn kveður sér hljóðs úr horni. Haukurinn er sem stendur staddur í pössun. Sú pössun orsakast af kerlukveldi sem að þessu sinni er haldið á miðvikudegi vegna Kynlífs og borgarinnar maraþons sem skipulagt er annað kvöld. Haukurinn og bóndinn af Garði eru að gæða sér á páskum í flösku og horfa á All access skin deep á vaff há einum. Kerlurnar eru samankomnar heima hjá Skraddaranemanum að blaðra og þvaðra. Þar eð bóndinn er góður passari hefur honum tekist að svæfa frumburðinn og fylla Haukinn. Sem stendur stefnir ágætis kojara en þar eð eins og ávallt þá er aldrei að vita.

Tíu franskir menn er vissulega betri en ellefu manna fjölþjóðalið

Haukurinn á eigi orð til að lýsa undrun sinni yfir ósigri rússn/ensku liðsmanna Chelsea gegn sólbrunnu strandarstrákunum frá Monaco. Að þessu sinni orsakast tapið að vissu leyti vegna illra ákvarðana hins rómanska framkvæmdastjóra Chelsea Claudio Ranieri. Sú ákvörðun að setja inn á völlinn þrjá sóknarmenn sem allir rembast eins og rjúpan við staurinn að gera allt upp á sitt einsdæmi er eigi sú besta. En batnandi mönnum er best að lifa og leika sér. Stefnir því í skemmtilegan seinni leik í Rússalandi.

Haukurinn hefur talað!

sunnudagur, apríl 18, 2004

Magnað Magn!

Haukurinn tók eftir því að þarsíðasti póstur kom eitthvað furðulega inn á síðu hans. Úr því hefur nú verið bætt!

Haukurinn hefur talað!