fimmtudagur, apríl 29, 2004

Hér er ég, fastur í miðjunni með þér!

Haukurinn er fastur á bókasafni álaborgarháskóla við verkefnavinnu. Þar eð danir eru ekki mikið fyrir að gefa nemendum sínum möguleika á því að skrifa á eigin tungu situr Haukurinn hér eilítið pirraður og sveittur að rembast við að kópera eða nema á brott sér íslenska stafi til þess að póstur hans hafi sitt einkennandi yfirbragð. Satt best að segja er þetta eigi skemmtilegt og frekar tímafrekt, því verður þessi póstur ekki langur að þessu sinni. Púff...!

Haukurinn biður lesendur sína að sýna þolinmæði og fylgjast með pósti morgundagsins sem verður heilum helling ítarlegri.

Haukurinn hefur talað!

P.s. Til þess að geta skrifað íslenska stafi notar Haukurinn eftirfarandi frasa, "þöð", til þess að þurfa ekki einatt að kópera hvern staf í einu. Frekar snilldarlegt ef Haukurinn segir sjálfur frá...ikke?

P.p.s. Sjónvarpsþættirnir um hina Svörtu Nöðru eða Blackadder eru hreinasta snilld. Haukurinn var að enduruppgötva þá og lætur fylgja nokkur orð sem sérstaklega slógu á hans léttustu strengi við áhorf: "Making a copy is like putting wheels on a tomato, quite time consuming and utterly pointless"