þriðjudagur, maí 15, 2007

Er þetta framtíðin í framkvæmdum á Íslandi? Á sem sagt virkilega að halda því fram að verktakar ljúgi um fyrirætlaðar framkvæmdir og blekki nálæga íbúa? Eru menn ekki farnir að reyna allt þegar þeir vilja meina að logið sé til um tilgang framkvæmda?

Hvað hafa Varmársamtökin því til stuðnings að nauðsyn krefji að kalla þurfi til lögreglu? "Þeir eru bara að plata herra lögregluþjónn.....um leið og þið farið aftur upp á stöð þá byrja þeir aftur á tengibrautinni...."
Ef samtökin hafa hinsvegar rétt fyrir sér þá er augljóslega um grófa valdníðslu að ræða - eða hreinlega nýsköpun í fyrirkomulagi og skipulagningu framkvæmda á Íslandi.

Samt minnir Haukinn að yfirlýstir mótmælendur virkjana á Austurlandi hafi haldið því fram að þau væru aðeins í bakpokaferðalagi yfir hálendið og um austfirði - þó svo túrinn virtist innihalda að þau færu að klifra í krönum og hlekkja vinnuvélar.
Haukurinn hefur talað!