fimmtudagur, desember 29, 2005

"Ef ég neeenni....."

Úff, Haukurinn er mættur á klakann. Langt ferðalag að baki, eitt stykki jól og afslapperí til følge. Haukurinn hefur hvoru tveggja ekki nennt að skella upp texta, né heldur haft til þess tíma. Haukurinn þarf nefnilega að fara í próf þegar heim kemur til borgarinnar við Limafjörð. Því hefur Haukurinn - eftir allt, allt, allt of stutta afslöppun - hafið próflestur og skemmtir sér konunglega eins og við mátti búast. Það er fátt sem er meira niðurdrepandi en að hafa próflestur hangandi yfir sér öll jólin - nema kannski hörmunga, hungursneyðir og Baugsfeðgar.
Haukurinn hefur á síðustu misserum fengið alla Baugssöguna í stórum skömmtum, þar eð danskir fjölmiðlar hafa lítið fjallað um málið og erfitt að gera sér heildarmynd af öllu heila klabbinu í gegnum mbl.is. Hrói Höttur vs. fógetinn frá Nottingham eða Davíð vs. Golíat. Hvoru tveggja virðist eiga vel við. Davíð hóf mikla baráttu gegn þessum viðskipta Golíat, en vantaði greinileg lengri tíma en tvö ár og betri vitni en sólbrennda gigólóinn Sullenberger, sem virkaði frekar hjákátlegur í viðtali sínu við danska ríkissjónvarpið: "Jess, vell æ did lotts of stöff for Baugur end itt vos oll illígal só æ hed tú komm tú æsland end tell ðö trúþ."
Annars er þessi umfjöllun alltaf best.
Jæja, Haukurinn kveður og biður lesendur að fagna komu nýs árs varlega og með góðu skapi.
Haukurinn hefur talað!