laugardagur, október 23, 2004


Gleðilegt Októberfest!

P.S. ef vel er að gáð sést Rudiger Vöeller í bakgrunni með ljósa hárkollu...

Haukurinn hefur myndað!
Posted by Hello
Ein Rudi Vöeller, es gibt noch ein Rudi Vöeller!

Haukurinn er algerlega sammála fyrirsögn sinni, það er aðeins til einn Rudi Vöeller (lesist Rúdí Föller). Fyrir þá sem ekki vita er Rudi Vöeller gömul þýsk knattspyrnukempa sem á árum áður lék hjá Rómarliðinu Roma, við góðan orðstýr. Margir þekkja hann einnig sem manninn sem varð fyrir því þegar annar þekktur kappi, Frank nokkur Rijkaard, slefaði og blés á hann leik milli Hollands og (þá) Vestur-Þýskalands. Vöeller-inn kom svo sterkur inn þegar honum tókst að leiða lið sameinaðs Þýskalands í úrslit í heimsmeistarakeppninni sem haldin var í Japan og Kóreu.

Eflaust eru lesendur farnir að velta fyrir sér þessari þráhyggju Hauksins með Rudi Vöeller. Þannig er mál með vexti að Haukurinn fór í gær ásamt fríðu föruneyti á Októberfest. Með í för voru Nýbúinn, Skraddaraneminn og Karate-stelpan (áður þekktur sem Bóndinn) og skemmtu allir sér konunglega. Síðar um kveldið gerði Gústi frændi vart við sig og reytti af sér gamanmálið. Eins og er von og vísa þá voru drukknar ótæpilegar megndir af öli, að þessu sinni voru keyptar tveggja lítra könnur af Carlsberg Special, en þar eð um var að ræða Októberfest mátti við því búast.
Húshljómsveitin, sem samanstóð að mestu af blásturhljóðfærum en einnig einni nikku og trommuslagara, fór hreinlega á kostum og léku allskonar tónlist. Í tilefni hátíðarinnar höfðu meðlimirnir snarað öllum textum á þýsku og léku einnig íklæddir hefðbundnum bæverskum búningum, að undanskildum hinum títtnefnda Rudi Vöeller sem stóð á sviðinu með ljósa hárkollu sem var eilítið sigin að aftan og íklæddur landsliðsbúning Vestur Þýskalands frá byrjun tíunda áratugarins. Það að hlusta á gilda menn í leðurbuxum flytja Spice Girls slagara á þýsku er ólýsanlegt.
Að leikum loknum var haldið hjólandi heim, sem náttúrulega var vígaleg beyging á laganna reglum. En þar eð fólk hélt sig eingöngu á hjólastígum var hættan talin í minna mæli og því haldið af stað. Eftir agnar ögn hafði karate-stelpunni tekist að týnast og samferðafólk hans var engan veginn sama. Því tók restin af hópnum að kalla og gala út í nóttina í von um að týndi sauðurinn myndi snúa aftur. Sá hinn sami hafði tekið upp á því, eins og hans er von og vísa, að hjóla kapphlaup og var því löngu kominn heim heilu og höldnu. Fólk tók þessum fregnum misvel og var "Oxen fra Hammel" því tekinn á tal þegar heim var komið og honum gert ljóst að hér væri enginn á leiðinni í "turen"(Tour de France).
Eftir örlítið flatbökuát og sjónvarpsgláp hélt Haukurinn heim í vonskuveðri, rigningu og roki.
Haukurinn hefur talað!
P.S. Fundu hundar upp doggy-stílinn?