mánudagur, nóvember 04, 2002

West Side!

Heilir og sælir kæru lesendur!

Haukurinn er þreyttur. Þurfti að vakna snemma til þess að skutla góðærisgrísnum bróður sínum - Steininum - í skólann. Fólk virðist almennt vera illa í stakk búið til aksturs svona snemma á morgnana. Ekki það að Haukurinn nenni að kvarta yfir umferðinni en samt verður að taka það fram að það virðist enginn á Stór-Reykjavíkur svæðinu kunna á stefnuljós! Þetta veldur Hauknum miklu hugarangri og skapvonsku - því hann sjálfur rembist eins og hin margfræga rjúpa við staurinn að nýta sér þetta nauðsynlega öryggistæki!

Haukurinn var í sunnudagsmat hjá Ömmunni í gærkveldi. Læri og brúnaðar kartöflur! Haukurinn settist niður að máltíð lokinni fyrir framan imbakassann og rakst þá á ruglaða útsendingu stöðvar 2. Þar var í gangi þáttur Jóns Vansæls Einhverssonar um fólkið í landinu. Þessa kvöl(d)stund var til viðtals hin sturluruglaða móðir Bjarkar Guðmundsdóttur sem er enn í mótmælasvelti til þess að mótmæla fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum austur á landi. Kerlingin lætur eins og hún sé Mahatma Gandhi - segist vera að þessu til þess að vernda framtíð Íslands. Nú er spurning hvar er meiri framtíð, í kolrugluðum Reykvíkingum sem eru haldnir að ofýktri sveitarómantík eða íbúarnir úti á landi sem lepja dauðann úr skel!

Haukurinn hefur haft veður af því að íbúi á Neskaupsstað fyrir austan ætli í meðmælaátu fyrir fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum austur á landi!

Haukurinn hefur talað!