fimmtudagur, febrúar 06, 2003

Haukurinn brýtur odd af oflæti sínu

Haukurinn las skemmtilega grein í fréttablaði Bónusanna um fanga á dauðadeild í bandaríkjum norður ameríku. Þessir eðlu menn hafa hótað að ef eigi verði hlýtt á kröfur þeirra þá muni þeir fara í hungurverkfall. Haukurinn sér ekki hvað ætti að vera að því, þeir eru dauðir hvort sem er. Nema þá að þeir væru að svindla á ríkinu með því að drepa sjálfa sig áður en vondi karlinn nær í skottið á þeim....

Haukurinn vissi ekki hvort hann ætti að hlæja eða gráta þegar hann horfði upp á tap hinna vösku manna frá Lifrarpolli gegn aftaníossunum frá Kristalshöllinni.....

Haukurinn var efins þegar forsvarsmenn Flugleiða harðneituðu því að þeir hefðu komið fram með lágu fargjöldin sín til þess að keppa við IcelandExpress. Sömu borgirnar.....nánast sama verðið.....hummm.......

Haukurinn á að vera að læra en hvað hann gerir í því veit nú enginn......nema hann sjálfur......

Haukurinn hefur talað!

þriðjudagur, febrúar 04, 2003

Seint koma sumir en koma þó!

Haukurinn tekur áskorunum og kveður sér hljóðs. Hvaða hljóðs? Nefnilega garnagauls, því að annað hvort þarf Haukurinn að borða eða hvolpurinn vill út!

Haukurinn hefur siglt á önnur mið sem áður sagði og leggur stund á engilsaxnesku við Háskóla Íslendinga. Gengur það vel sem stendur. Haukurinn er þó eigi að "settla" eins og Óli Olía trúði staðfastlega og hélt langa tölu máli sínu til stuðnings í bústaðnum um helgina.

Haukurinn fór á fyllerí. Þriggja bjóra maðurinn fór hamförum í fylgd mikilla drykkjubolta og vaknaði hress eftir þriggja tíma svefn.

Línur helgarinnar: "Ef ég væri Djords Búss þá myndi ég bara banna öll kjarnorkuvopn!", "Djords Búss heldur bara að hann sé president off ðe wörld og ætlar bara að berja Íran af því þeir hlýða honum ekki!", "Megin þrætuefnið í S-Ameríku eru hreinlega ávextirnir!" og "þar sem dóttir Guðna Ágústssonar kemur saman þar verða til brandarar....".

Haukurinn telur að hann hafi hér með friðað raddir óánægjunnar á ljósvakamiðlunum.

Haukurinn hefur talað!