fimmtudagur, október 06, 2005

Sirkus Geira Smart
Haukurinn hefur síðustu vikur skemmt sér kostulega yfir dönskum stjórnmálum. Danir eru þekktir fyrir það að vera yfirdrifið 'ligeglad' (sem nota bene er orð sem fer eilítið í taugarnar á Hauknum - en þó einkum þegar það er notað af íslendingum), rólegir og svo yfirfullir af jafnréttiskennd að það hálfa væri meira en nóg. Þrír stjórnmálamenn, þar af tvær konur, hafa á síðustu vikum sett allt á annan endann með vægast sagt óvandlega völdum orðum.
Fyrst steig á stokk, félagsmálaráðherra dana frú Eva Kjer Hansen, í viðtali við Jótlandspóstinn þar sem hún tjáði sig um það að ójafnræði í dönsku þjóðfélagi væri komið til þess að vera og gjarnan mætti vera meira af því. Hún hélt áfram og sagði að ójafnræðið skapaði ákveðinn kraft eða hreyfingu í samfélaginu, og því mættu hinir ríku gjarnan verða ríkari til þess að skapa aukinn drifkraft í danskt þjóðfélag.
Af einhverjum orsökum þá fór þetta orðalag svolítið í taugarnar á dönsku þjóðinni, einkum þar sem að meirihluti þeirra hefur lifað síðustu 50 ár dyggilega studdur af kerfi sem myndi fá bestu barnfóstru til að blikna í samanburði. Danir eru allir jafnir. Þeim líkar ekkert sérstaklega vel við að skara fram úr. Þeir vilja miklu frekar spara vatn, mæta í búðir á mánudagsmorgnum, hætta að vinna um þrjúleytið, hugga sig og taka því rólega. En umfram allt þá vilja þeir fá allar þessar bætur og styrki, og þess vegna er þeim illa við það þegar ráðherrar - og það á sérstaklega við félagsmálaráðherrar - vilja gera ríka fólkið ríkara.
Næsti maður í röð til þess að troða í spínatið var menningarmálaráðherrann, Brian Mikkelsen, sem hélt þrumuræðu fyrir flokksfélögum sínum í Íhaldsflokknum - De Konservative - í lok septembermánaðar, þar sem hann ræddi menningarstríð það sem herjar innan danmerkur. Nú finnst lesendum það kannski skjóta skökku við að menningarmálaráðherra Danmerkur ræði um menningarstríð í Danmörku, en sú var samt sem áður raunin. Þar sagði ráðherrann m.a. "Við erum líka farin í stríð við hina fjölmenningarlegu hugmyndafræði, sem segir, að allt sé jafn gott. Því að ef allt ef jafn gott, þá skiptir allt engu máli. Og það viljum við ekki samþykkja. Miðaldarleg múslimsk menning verður hérlendis aldrei jafngild [danskri menningu] (Eigin þýðing)."
Af einhverjum sökum þá fór þetta allt í taugarnar á fólki, og þá sérstaklega múslimum sem búsettir eru í Danmörku eða þeim sem eru þeirrar trúar. Menn tóku því sem sagt ekki vel þegar menningarmálaráðherra þeirra fór að setja danska menningu ofar menningum hinna ýmsu minnihlutahópa í Danmörku. Haukurinn ætlar ekki að blanda sér í þessa umræðu, en þó finnst honum flestir þeirra sem hér búa, og eru múslimstrúar, ekki vera tilbúnir til þess að aðlagast dönsku þjóðfélagi að öðru leiti en því að hirða tékka frá ríkinu í hverjum mánuði, stofna flatbökustaði eða halda samkomur þar sem Danir eru rakkaðir niður sem trúleysingjar, eymingjar og hórdómsfólk. Hauknum finndist það lítil kurteisi að þiggja boð um gistingu hjá einhverjum, borða úr ísskápnum hjá honum, stela peningum úr veskinu hans og eyða svo mestum sínum tíma í að setja sífellt út á gestgjafann. En það er bara Haukurinn...
Svo þegar Stebbi var tvíbúinn að troða strý, þá mætti til leiks Lousie Frevert, meðlimur Danska Þjóðaflokksins - Dansk Folkeparti - með ansi hreint skemmtilegar skoðanir á heimasíðu sinni. Þar ræðir hún danska múslimi, sem telji það rétt sinn að fá að nauðga dönskum stúlkum og slá niður danska borgara og gerist svo píslarvottar sé þeim refsað. Þá væri auðveldara og ódýrara bara að senda þá í rússnesk fangelsi, sem þó væri aðeins skammtímalausn því að þeir snéru líklegast bara aftur mun staðráðnari en áður í að drepa danska borgara. Því ætti að breyta lögunum þannig að hægt væri að senda þá og fjölskyldur þeirra aftur til múslimskra landa.
Sem sagt, vandmál plús tillögur jafngildir lausn á vandamáli. Hreint út sagt óskiljanlegt að þetta gæti farið í taugarnar á nokkrum manni. Sérdeilis fínt þegar stjórnmálamenn vinna baki brotnu við það að finna lausnir við vandamálum í samfélaginu. Hauknum finnst landar sínir í stjórnmálum mættu aðeins láta hendur standa fram úr ermum og taka danska kollega sína til fyrirmyndar, þeir þora allavega að hugsa út fyrir kassann....
Haukurinn hefur talað!
P.S. Önnur hver frétt hérlendis snýst um kaup íslendinga á dönskum fyrirtækjum, nú síðast Sigurjón Sighvatsson. Haukurinn hlakkar til framtíðarinnar, þegar Danmörk verður orðið stærsta sveitarfélagið á Íslandi. Verst hvað það búa margir múslimar þar, nema auðvitað að rússar dragi ekki tilbaka tilboðið um ódýra fangavist.