sunnudagur, desember 26, 2004

Eftir jóladagatal Hauksins

26. desember

Haukurinn nýtur lands síns, friðar og íslenskra veiga. Dagurinn hófst seint en hefur þó verið ansi skilvirkur. Heimilishundurinn fékk sinn göngutúr og Haukurinn fór í bað. Framundan er ferð til afa og ömmu í jólakaffi og því heimilisfólkið að koma sér í gírinn.

Lærdómurinn hefur eitthvað látið bíða eftir sér, en þó er von á breytingu þar á innan skamms. Haukurinn ætlar sér að taka ærlega á bókunum og vonar að það skili sér í aukinni visku - eða allavega námslánum.

Haukurinn hefur talað!