föstudagur, desember 15, 2006

Hann arkar um sveit og arkar í borg,
og kynja margt veit um kæti og sorg.
Jólasveinninn kemur í kvöld!
Jólasveinninn kemur í kvöld, texti: Hinrik Bjarnason
Haukurinn hefur haft það fyrir venju síðustu jól að tilkynna lesendum þegar íslensku jólasveinarnir hafa komið til byggða. Þar sem nú hafa þegar fjórir þeirra komið og farið er samt sem áður vert að gera grein fyrir þeim.
Sá fyrsti er kom er Stekkjastaur. Sá var stinnur sem tré, og laumaðist hann í fjárhúsin til þess að sjúga ærnar. Í nútíma þjóðfélagi væri sá hinn sami handtekinn með hið sama, þó svo hann gæti fundið sér félaga með álíka áhugamál hér í Danmörku.
Annar kom Giljagaur. Sá hafði af einhverjum orsökum gráan haus og faldi sig í básunum og stal froðunni af mjólkurfötunum þegar fjósakonan sá ekki til. Haukinn grunar að grái hausinn sé afleiðing næringarskorts, þar eð fyrrnefndur jólasveinn drakk ekki sjálfa mjólkin heldur aðeins froðuna. Sem sagt, hann var með snert af átröskun.
Þriðji kom Stúfur. Hann var lágur til hnés - tja eins og nafnið gefur til kynna - og át skófirnar af pönnum sem hann náði í. Haukurinn hefur heyrt að Stúf hafi verið bætt inn í þessa grúppu seint á ferlinum, í duldri tilraun til þess að sæta hópinn örlítið og gera grúppuna söluvænni. Enda er öllum ljóst að smámenni, dvergar og önnur örverpi eru einatt höfð með í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum okkur hinum, venjulega fólkinu sem er yfir 160 sentimetra, til skemmtunar.
Fjórði kom svo maður dagsins, Þvörusleikir. Þessi var víst mjór og snöggur sem elding, sem var víst nauðsynlegt þegar ná átti í þvöruna - sleifina - á meðan eldabuskan fór frá. Einnig tók Jóhannes frá Kötlum fram í kvæði sínu, að hann hafi gripið um þvöruna báðum höndum, þar eð hún var víst mjög sleip. Haukurinn kannast við mjó og snögga menn, þeir eru einatt í sjónvarpinu þegar sýnt er frá frjálsíþróttamótum og oftast þeldökkir á hörund. Þvörsleikir hefði verið gripinn fegins hendi í dag, settur í spandexbúning og látinn etja kappi við blámenn frá svörtustu afríku í langhlaupum ýmiskonar - þó í þeirri von að hann væri ekkert að eiga við þvöruna þeirra.
Haukurinn hyggst halda við þessari upptalningu fram að jólum, en lesendur verða að vera viðbúnir því að sveinarnir verði taldir upp í hópum frekar en einn og einn í senn.
Þó svo að það komi jólunum ekkert við, þá rakst Haukurinn á þessa grein fyrir slysni. Hvort greinin fjallar um jólasvein eða er bara skrifuð af einum slíkum skal látið kyrrt liggja, en Hauknum finnst samt merkilegt að Chuck Norris sé þetta vinsæll í S-Afríku. Ætli það hafi eitthvað með skeggið að gera?
Haukurinn hefur talað!
"I brought these gifts for you, they're up in my bum...."
Peter Griffin, Peter Griffin Christmas Album
Haukurinn hefur verið upptekinn við fjölmörg verkefni síðustu misseri. Kvíaholt plús einn komu í heimsókn og var þeim vel tekið. Etið, drukkið og almennt verið glaðr. Haukurinn tók á því, einkum til þess að gestunum liði ekki illa með eigin átöku, og hafði gott af því eftir langvarandi sull með hinum Garðbúunum. Haukurinn hnykklaði matreiðsluvöðvana og fékk vel þegið hrós fyrir vikið.
Haukurinn eyddi einnig þónokkrum tíma með kerlu við það að gera heimilið tilbúið undir komu sambýlingsins - sett voru saman skiptiborð og eitt stykki rúm. Einnig fór drjúgur tími í að kaupa allskyns smáhluti og dims sem Hauknum var ekki ljóst að væru nauðsynleg. Svo fékk Haukurinn einnig snert af matareitrun sem átti hug(og maga) hans allan í nokkra daga.
Haukurinn hefur ekki sýnt heimavinnunni þá athygli sem hún á skilið, þar eð almennt letikast hefur gert vart við sig hjá Hauknum síðustu dægur. Haukurinn vonar þó, eins og sönnum Íslendingi sæmir, að þetta reddist á endanum.
Haukurinn er hættur núna, enda eru fréttablogg lík þessu drepleiðinleg lesning og einnig drepleiðinleg að skrifa.
Haukurinn hefur talað!