mánudagur, september 27, 2004

Vefkvef.....eða þannig.....

Vindurinn hvín, rauð laufin falla og Haukurinn er orðinn kvefaður. Hatsjú...! Sniff.... Haustið hefur greinilega gert vart við sig hér í Álaborg. Haukurinn hefur vaknað hvern einasta morgun síðustu tvær vikur klukkan sjö og mætt í skólann klukkan átta. Fyrir einstakling sem var orðinn vanur dólinu í húmanistísku námi er erfitt að temja sér nýja siði - þetta með gamla hundinn og það allt.

Spenasögur

Bóndahjónin á Garði eru komin endanlega á danska spenann. Haukurinn stefnir á að mæta oftar í mat og sníkja eins mikið öl og hann getur í sig látið. Haukurinn lifir eftir því að þegar aðrir eignast fríann pening þá eiga þeir að leyfa Hauknum að njóta hans. SU SU SUss.....

Foreldrafrí

Haukurinn sá á eftir foreldrum sínum í fyrradag á leið þeirra til Kaupmannahafnar. Haukurinn var eigi sáttur við það að sjá þau fara. Stundum þurfa stórir strákar líka mömmu og pabba....það er ekkert hýrt við það.....

Sagnamaður sögu segir

Sagnamaðurinn hefur loksins kíkt í sinn gamla heimabæ. Haukurinn fagnar því og sér fram á spennandi viku. Velkominn vinur!

Haukurinn hefur talað!

P.S. Ef hundar svitna með tungunni.....geta þeir þá ekki notað svitasprey?