fimmtudagur, desember 18, 2003

Skyld' það vera jólahjól?

Haukurinn er kátur sem slátur. Verkefninu er lokið og búið að koma því til skila. Á tímabili líktist verkefnavinnan Benny Hill þætti, allir hlaupandi út um allt eins og hauslausar hænur. En það reddaðist að lokum! Og þar með sannaði kenningu Hauksins, um íslenska mottó-ið "þetta reddast", fyrir Pawel hinum pólska.

Haukurinn ætlar að fagna verkefnaskilum, annaðhvort með því að teyga ölið af líterskrús eða með því að taka til og pakka farangri í töskur. Bjórinn kallar.....og nú eru jól!

Haukurinn hefur talað!

mánudagur, desember 15, 2003

Fari það í heitasta helvíti!

Haukurinn situr þessa dagana og bíður þess að helvíti frjósi. Fregnir síðustu daga hljóta að boða endalok hins þekkta heims. Ekki aðeins er búið að nappa helsta grínista miðausturlanda, Eyðimerkur Skeggja sjálfum, heldur hafa norðmenn kosið að grafa kjöltuhöfrunginn Keikó með viðhöfn. Ef það er til guð þá hlýtur hann að refsa okkur fyrir villutrú norðmanna. Hvernig var þetta aftur? Bannar ekki fyrsta boðorð hinnar heilögu biblíu skurðgoðadýrkun? Varð ekki guð voða súr þegar ísraelsmenn byggðu gullkálfinn fræga og hófu að dýrka hann? Vissulega var það á þeim tíma sem guð var laus og liðugur, barnlaus og reiður út í allt og alla. Á endanum róaðist hann heil ósköp eins og allir aðrir ungkarlar um leið og Mæja skaut Jesú út úr legi sínu. Engar fleiri plágur og vesen, bara gúddí gúddí og rétta hina kinnina.

Haukurinn er samt viss um að ef eitthvað gæti ýtt við karlinum á toppnum, þá hljóti það að vera sveitamennska "frænda" okkar norðmanna. Nú þýðir ekkert að bjóða gull, olíu eða græna skóga, því að nú er von á vandræðum. Eitt stykki himneskur Alfons (sjá grein Hoe,hoe,hoe! Where is my hoe til útskýringar) á fullu farti, og ullarpeysuklæddu gyðingar norðursins geta enga björg sér veitt. Hinn eilífi kúkur er floginn í viftuna. Upphafið og endirinn, alfan og ómegan sjálfur, tilbúinn að opna dós af berja-á-rassi.

Annars er fátt af Hauknum að segja. Þessa dagana er situr hann sveittur við skriftir ásamt restinni af hóp 22. Verkefnið er vélarvana og fátt við því að gera. Vejleder hópsins, sem er einskonar aðstoðarkennari, hefur ekkert verið við síðust viku og síðast fréttist af honum á föstudag á internet kaffihúsi í Istanbúl. Haukurinn er búinn að ákveða að hann langi að verða kennari hjá háskóla Álaborgar. Kennslan er stutt og svo virðist sem maður geti stungið af til útlanda án fyrirvara hvenær sem er.

Haukurinn lifir í krukku en ekki í lukku!

Haukurinn hefur talað!