sunnudagur, apríl 24, 2005

When keeping it real goes wrong.....

Haukurinn er lúinn. Lærdómur er það eina sem kemst að hjá honum þessa dagana. Niðurlok Bretton Woods gjaldeyriskerfisins ræður ríkjum og því fátt annað sem kemst að. Annars er allt eins og það á að sér að vera, aðalliðið frá bítlaborginni tapar enn reglulega, Danir eiga enn erfitt með að taka ákvarðanir og Haukurinn er enn latur við það að hripa örfáar línur niður á þessa síðu sem hann "heldur uppi".
Það eina sem er tækt að nefna í fréttum er það að Haukurinn sér fram á að vera grasekkill í heila viku. Kerla er á leið til Hollands í námsferð í 'urban planning' eða borgarskipulagi. Veðrið er að snarbatna, og hefur Haukurinn það afar gott í kjörhita sínum upp á 15 gráður og eilítilli sólarglætu. Það sem verra er að skorkvikindi ýmisskonar eru vöknuð til lífsins og farin að angra Haukinn. Köngulær með krossa á bakinu, vespur, geitungar, hunangsflugur, mýflugur, húsflugur og önnur smádýr - hér tók Haukurinn meðvitaða ákvörðun að skrifa eigi skordýr þar eð köngulær eru áttfætlur - fara offari. Haukurinn hefur sjálfur fátt á móti áttfætlum, þó svo að flestir virðist forðast þær, þar eð þær halda flugunum í skefjum. Það er fátt sem Haukurinn hatar meira heldur en suðið í ofvirkri húsflugu í eyrum sér allan liðlangan daginn. Því kýs hann heldur köngulærnar og alla þeirra átta fætur.
Haukurinn hefur talað!