þriðjudagur, mars 18, 2003

Haukurinn heldur súr...!

Haukurinn er súr. Mislyndismaður úr Baunverjalandi tjáði Hauknum að samfélagsrýni hans væri lítils virði. Haukurinn veit vissulega að öfund minni manna finnur sér ávallt farveg, en þegar stungið er í síðu hans þá er það alltaf jafn sárt.

Haukurinn sér fram á stríð. Menn vestan hafs berja stríðstrumbur af áfergju meðan menn mið-austurlanda berja hver annan.

Haukurinn efast um námsval sitt. Óundirbúinn fyrir próf fær Haukurinn fínustu einkunn! Segir það meira um gáfur Hauksins eða þyngd námsins?

Haukurinn sér fram á mikla skemmtun við það að rannsaka fyrirlestrarefni sitt, nefnilega vaxtarrækt. Pumpaðu beibí, pumpaðu í dag!

Haukurinn hefur talað!