þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Stundum er betra en í dvala!

Haukurinn fékk á dögunum smá nasasjón af því Íslandi sem ferðamenn fá að kynnast, þegar hann fór með norskt vinafólk í ferð um Reykjavík. Haukurinn fór upp í Hallgrímskirkjuturn, upp í Perlu og út til Bessastaða - nota bene þegar vindhviður mældar allt að 30 til 40 metrum blésu um bæinn. Það sem Haukurinn komst að var það að fyrir utan fyllerí og kerlingar þá hefur Reykjavík upp á fátt að bjóða fyrir ferðamenn.

Haukurinn drakk meira brennivín um helgina en nokkurn tímann áður um ævina. Hann komst að því að það er ástæða fyrir því af hverju þetta er sér íslenskur drykkur.

Haukurinn komst nokkurn veginn að því sama með þorramat. Því þó svo að súrir hrútspungar og blóðmör séu vissulega bragðgóðar kræsingar þá hlýtur þessi siður hafa byrjað með veðmáli!

Haukurinn hefur talað!