fimmtudagur, apríl 12, 2007

"They see me rollin, They hatin, Patrolling they tryin to catch me ridin dirty [sic]..."
Ridin, Chamillionaire.
Haukurinn hefur að venju tekið sér væna pásu frá skriftum, en að þessu sinni hefur hann ákveðnar gildar ástæður fyrir fráverunni. Þannig er mál með vexti að frá síðustu skrifum lauk Haukurinn við tvö verkefni, flaug til Íslands, skírði sinn einkason inn í samfélag kristinna, flaug til Austfjarða, hjálpaði til við fermingarundirbúning, var við fermingu, flaug aftur til siðmenningarinnar/glundroðans/eymdinnar á höfuðborgarsvæðinu og hélt að endingu heim á leið.
Drengurinn hefur fengið það eðla nafn Eiríkur Ingimar og unir sáttur við sitt. Annars fylgdi fjölskyldunni kvefpest til Danmerkur og því fjölskyldumeðlimirnir skipst á að hósta, hnerra og snýta. Kvefpestin hitti einnig svo vel á að hana bar að samtímis með mikilli veðurblíðu. Hér hefur verið bongóblíða, með sólskini, stillu og 17-20 gráðu hita. Grill hafa verið óspart nýtt, sem og hefur veigum verið fórnað Bakkusi til dýrðar.
Haukurinn hefur talað!