sunnudagur, desember 04, 2005

Stöðuskýrsla....

Haukurinn hefur ákveðið að gefa lesendum vefsins innsýn í hvað hefur drifið á daga Hauksins síðustu misseri. Haukurinn hefur setið sveittur við verkefnaskrif, sem í sjálfu sér er ekki merkilegt, en Hauknum finnst það - og þar eð þetta er hans vefur þá fær hann alveg að velta sér upp úr því hvað hann á erfitt. Verkefnið hefur verið skrifað, er frekar slappt, en Haukurinn nennir hreinlega ekki að eyða meiri tíma í það.
Annars er þetta eitt fyrsta þynnkublogg Hauksins í heila herrans tíð. Haukurinn varð nefnilega einum beltalitnum ríkari í gær, þegar hann öðlaðist forláta blálitað karatebelti. Til þess að fá beltið varð Haukurinn að framkvæma hinar ýmsustu kúnstir fyrir þá svartbeltaðu harðstjóra er hann kallar þjálfarana sína. Haukurinn var nær dauða en lífi, en bar þó sigur úr býtum að lokum og fékk sitt eigið dimmbláa belti að launum.
Þjálfaratríóið var þó ekki að öllu leyti sátt við slappt form Hauksins og Bóndans af Garði, og höfðu á orði á "íslenska mafían þarna í horninu" yrði aðeins að bæta þolið. Það verður tekið til greina.
Að þessu öllu loknu var sest til snæðings og drykkju við dúkað borð, og hinn árlegi jólafrúkostur karataefélagsins var settur. Vissulega var boðið upp á allt það sem dönsku jólahlaðborði fylgir; síld, steikta rauðsprettu og fleskesteg; en einnig kneyfuðu menn öl og ákavíti. Haukurinn sér eftir því í dag að hafa snert einum of oft við ákavítinu. Haukurinn er alls ekki að ætlast til þess að lesendur brynni músum yfir þessum afleiðingum drykkju Hauksins, en vonast samt eftir smá meðaumkun.
Haukurinn hefur talað!