mánudagur, janúar 05, 2004

Return of tha king!

Góðar fréttir kæru lesendur, Haukurinn (líkt og Hilmir) snýr aftur! Haukurinn hefur verið utanlands og fjarri þolanlegri internet tengingu - og í jólafríi - því hefur hann ekki lýst upp myrka tilveru lesenda sinna.

Haukurinn átti ansi hreint góð jól. Eftir að hafa sent konuna heim til austfjarða, hélt Haukurinn heilög jól í faðmi fjölskyldunnar. Um þau er annars fátt annað að segja. Milli jóla og nýárs hélt síðan Haukurinn til teitis hjá Don JAG og var þar tekið eilítið á því svona rétt fyrir áramót. Þar var margt um manninn og menn almennt í góðum húmor. Haukurinn skemmti sér kostulega.

Daginn eftir teiti Don JAG, var farið til skírnar frumburðs Kristmundar hvíta. Innileg stund með góðum kökum, heitum réttum og fullt af ættingjum og aðstandendum sem Haukurinn þekkti ekki baun. Barnið var skírt Auður María og er sem fyrr sagði Kristmundsdóttir. Eftir skírnina má segja að Haukurinn var rólegur fram að gamlársdegi.

Gamlársdagur rann upp og lofaði góðu. Heima hjá Hauknum var margt um manninn, heil tíu manns, og stefndi í ærleg áramót. Sest var að borðum og etnir fimm forréttir, tveir aðalréttir og sömuleiðis tvennir eftirréttir. Horft var á skaupið, sem olli nokkrum vonbrigðum þar sem rétt áður hafði fólk horft á upptöku af Pablo Fransisco úr Háskólabíói. Við samanburðinn fölnuðu Laddi og félagar - en Haukurinn hefur einnig fregnt frá fólki sem ekki sá Pablo að skaupið hafi bæði sogið og blásið. Að því loknu tók fólk til við að gera sig tilbúin undir sprengjur og læti. Keyptir höfðu verið skoteldar af KR-ingum en það kom ekki að sök því að þeir sprungu með tilþrifum - ekkert 0-7 tap hér. Haukurinn hélt fjölskylduhundinum félagsskap og kepptist við að róa dýrið niður, sem augljóslega tókst ekki því greyið titraði og skalf og skildi ekkert í þessari villimennsku. Að öllum bombum loknum hélt Haukurinn til hins árlega áramótateitis Óskars í vesturbænum. Þar var margt um manninn, þó ekki jafnt á við árið áður, en villt stuð. Flestir GF félagar gerðu viðkomu, Bimbi í gott kortér, en ekki sáust Gumminn, Gunni, Elli Sprelli, Eggert og Ísleifur. Gumminn var afsakaður sökum þess að hann var heima að læra, Ísleifur afboðaði sökum veikinda en fátt var vitað um hvar aðrir voru niðurkomnir.

Stefán fór á kostum og sakaði Haukinn í sífellu um árásarhneigð. Haukurinn tók því létt en undraðist hræðslu Stebbans. Haukurinn hélt svo heim á leið um 6 leytið, kátur, með bros á vör og minningu um brjóstasjóv í huga.

Þegar heim var komið var haldið áfram til hálf átta um morguninn en síðan haldið til sængur.

Morguninn eftir var vaknað klukkan ellefu og sest í þynnku. Haukurinn tók léttan ísleif og lagðist fyrir. Kaldir renningar með snilldarleikaranum Jóni Sælgæti í aðalhlutverki létti lundina í þunnildinu en líðanin varð ekki betri fyrr en að morgni næsta dags. Haukurinn kennir um elli kerlingu sem virðist vera farin að hafa áhrif á endurnýjunarhæfileika Hauksins.

Fátt annað átti sér stað í ferð Hauksins til landsins elds og ísa, en á þriðja degi ársins var síðan haldið af landi brott á ný. Haukurinn þakkar sýnda velvild og þakkar þeim sem lögðu hönd á plóg við það að gera þessa ferð mögulega og skemmtilega.

Haukurinn hefur talað!