fimmtudagur, apríl 06, 2006

Sírenuvæl og reykur. Vigdís forseti tók inn eitur - Reykjavík brennur. „Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík”.
Haukurinn er kampakátur með liðna viku. Helgin var hreinlega tekin með þvílíku trompi að annað eins hefur sjaldan sést, hvorki fyrr né síðar. Tja, það er kannski ofmat af hálfu Hauksins en hún var samt sem áður arfa skemmtileg. Bakaraofninn og Trúbabyggirinn mættu óvænt í stutta heimsókn til Danmerkur og var komu þeirra fagnað með miklum herlegheitum. Gústi Geimfari og Berglind buðu til mikillar veislu þar sem nýtt kjöt var grillað og gamalt vín á nýjum belgjum þjórað nætulangt. Frændurnir héldu síðan síðla kvelds upp á hól og héldu fádæma skemmtilega blústónleika fyrir gesti og gangandi - sem voru einkum kynsvallandi froskar og önnur álíka kvikindi.
Sömu helgi mætti skyldfólk Hauksins til Álaborgar, þar eð Sarinn mætti gallvösk í fermingarkjólnum með tíkarspena til Álaborgar til þess eins að hitta stóra frænda. Engir leikskólakennarar hér.....
Verkefnavinnan er komin á fullt, og er Haukurinn farinn að gera sér grein fyrir því hversu miklu mun meira hann hefur upp úr stelpuhópum en piltahópum. Stúlkurnar eru mun sneggri að taka á sig rögg og byrja á undirbúningsvinnunni en þeir drengir sem Haukurinn hefur verið með í hóp - svo eru þessar elskur líka mun þægilegri að horfa á.
Framundan eru páskar, verkefnavinna, próf, Króatía og austfirðir. Hauknum er við það að fallast hendur.
Haukurinn hefur talað!