miðvikudagur, febrúar 01, 2006

"Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum.."
Haukurinn liggur undir þó nokkru ámæli fyrir að hafa ekki enn minnst á þann stórmerka atburð sem átti sér stað nýverið. Málið er þannig vaxið að Hilmir hefur snúið, þ.e. Guð er ekki dauður eins og Nietzche sagði forðum heldur hefur snúið aftur til heimahaga. Fyrir þá sem ekki hafa hugmynd um hvað Haukurinn er að tala um, þá hefur Robert Bernard Fowler, betur þekktur sem Robbie Fowler "The Toxeth Terror" snúið aftur heim til Anfield.
Haukurinn þorði hreinlega ekki að minnast á þessa frétt af ótta við að 'jinxa' leikmannakaupin. Haukurinn er ekki lengur hræddur, heldur hlakkar ógurlega til að sjá Fowler klæðast rauðu Liverpool treyjunni á ný.
Kæru Liverpool aðdáendur og áhangendur, Haukurinn óskar ykkur öllum gleðilegra jóla!
Haukurinn hefur talað!

mánudagur, janúar 30, 2006

"Death to Denmark!"

Danir eru í djúpum hægðum. Hinar frægu myndir Jótlandspóstsins hafa endanlega sent saurinn í viftuna. Nú hafa fjölmörg lönd í austurlöndum nær sett innflutningsbönn á danskar vörur, þar með taldir Sádíarabar og Líbíumenn. Hauknum er spurn hvort að þetta hafi einhver áhrif. Aðal útflutningsvörur dana eru 1) svínakjöt og svínakjötsafurðir, 2) kvenna- og herrafatnaður frá fatakeðjum svo sem Jack & Jones og Vero Moda og 3) öl, bjór og aðrir áfengir drykkir.
Haukurinn er kannski einfaldur en honum skilst að a) múslimir og aðrir íslamstrúarmenn borði ekki svínakjöt; b) konur í íslamsríkjum gangi ekkert í stuttum pilsum frá Vero Moda, heldur sófaáklæðum frá IKEA og c) fólk í austurlöndum nær drekki ekki áfenga drykki af trúarlegum ástæðum. Haukurinn skilur ekki alveg hvernig þetta á að ganga upp, þ.e. að setja viðskipta- og innflutningsbönn á vörur sem enginn er hvort eð er að fara að kaupa. Þetta er svoldið eins og að Kongó myndi setja innflutningsbann á ljósabekki.
Haukurinn - næstur á lista ríkisstjórnar Kongó - hefur talað!