miðvikudagur, september 19, 2007


Meistaradeildin hóf gang sinn að nýju í gærkveldi og Haukurinn var hreint út sagt sleginn yfir spili sinna manna. Svo virtist vera sem enginn þeirra væri hreinlega mættur til leiks, svo þeir mega glaðir vera að hafa náð að tryggja sér eitt stig miðað við frammistöðuna.

Haukurinn væri lygari ef hann bætti því ekki við að hann hafði lúmskt gaman af því að sjá CSKA Chelsea tryggja sér jafntefli á heimavelli á móti norska stórliðinu Rosenborg. Ætli það sé erfiðara fyrir Abramovich að tryggja sér 'heimadómara' í meistaradeildinni en í ensku deildinni?