föstudagur, maí 26, 2006

"Tears and blood turning into mud
Father forgive them for they know what they do"
Bubbi Morthens, Voices for freedom


Ef einhverjir lesendur Hauksins voru einhvern tímann í efa um snilld þeirra Baggalútsmanna:

Neftóbak
Neftóbak er yndi.
Ó brúna ljúfa barnsins gull
ó brúna yndið korna
Þú blandast hart við horsins sull
horið mun þá þorna
Lyktin eins og lambasparð
leikur nú um andann
Eins og blóm um gullsins garð
gleður þú hér landann
Ó mitt ljúfa lífsins skrín
ljúft þú mátt ei þverra
Anda nú ég nikótín
mun þá drengur hnerra.
Haukurinn keyrir eingöngu á espresso og President þessa daga. Lesendur mega taka tillit til þessa við lestur síðunnar.
Haukurinn hefur talað!
P.s. Er of langt gengið að vera með disclaimer á eigin bloggi? Haukurinn spyr sig.....

þriðjudagur, maí 23, 2006

Sumarið er tíminn, þegar mér líður vel.....
Eru sumarstarfsmenn strax komnir í vinnu? Haukurinn spyr sig, hver er Jack Kennedy eiginlega (sjá neðst í greininni)?
Haukurinn er að skrifa verkefni, allar línur uppteknar og því utan þjónustusvæðis. Vinsamlegast reynið aftur síðar....
Haukurinn hefur talað!