föstudagur, apríl 16, 2004

Ammæli!

Haukurinn heldur í dag upp á afmæli drottningar danmerkur. Hún er gömul og reykir sígarettur eins og álver reykir báxít. Gamla hefur yfir fáu að gleðjast en senn styttist í giftingu. Eigi er um brúðkaup bóndans af Stúentagarði að ræða heldur hinnar áströlsku Marí og prinsins Friðriks. Þau higgjast hnýta hnútinn hinn fjórtánda Maí og hefur Carlsberg bruggverksmiðjan ákveðið að brugga sérstakan bjór í tilefni tilefnisins. Haukurinn tilkynnir hérmeð að bjórinn er góður og bragðast vel. Hryggðarefnið er þó það að skerverjar fá eigi að kynnast yndi útlendra bjóra sem brúðkaupsbjórsins sökum þröngsýni víninnflytjenda og bruggara. Skamm skamm.

Haukurinn hefur talað!

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Betri er bugða en bylta!

Almennt

Haukurinn fékk kvörtun frá áköfum lesanda um daginn. Þannig er mál með vexti að Haukurinn hefur eigi náð að fylla orða kvótann síðustu viku en nú er nóg komið og úrbætur á leiðinni.

Páskar

Haukurinn er vanur að eyða páskunum í ýmiskonar veislur, fermingar og annars konar mannfögnuði. Nú er öldin önnur þar eð Haukurinn er nú erlendis og öngvir mannfagnaðir á planinu. Haukurinn varð því að gjöra svö vel að skipuleggja eigin páska og var það krefjandi starf. Ferðalag hópsins sem skipulagt hafði verið til hins þýðverska heims fell niður sökum anna og fyrri áætlana og því var Haukurinn að mestu laus og liðugur yfir páskahelgina. Skírdagur og hinn langi frjádagur enduðu í kojara heima hjá bóndanum á Garði og var það hin besta skemmtun. Páskadag var haldið heilagt samét, þar sem allir komu saman og átu hamborgarahrygg. Þar sem tilefnið var heilagt var einnig boðið upp á brúnaðar kartöflur og grænar baunir og festinni slúttað með dýrindis eftirrétti. Allt í allt voru páskar Hauksins hinir helgustu og bestu og áttu allir góðar stundir.

Laugardagsleikurinn

Laugardaginn fyrir páskadag var haldið til leiks í áströlskum fótbolta og að þessu sinni var Haukurinn í liðinu. Haukurinn hafði gantast með þá staðreynd að hann þekkti eigi reglur né uppröðun manna og hefði aðeins mætt á fimm æfingar en það virtist eigi skipta máli þar eð flestir höfðu spilað leik eftir aðeins eina til tvær æfingar. Þegar Haukurinn og bóndinn af Garði héldu galvaskir til leika hafði Haukurinn á orði að hann vonaði að leikurinn yrði ekki einum of erfiður. Bóndinn af Garði, sem þekktur er fyrir að spá í framtíðina út um endaþarm sinn, sagði að síðast þegar hann hefði spilað þá hefðu mótherjarnir verið miðaldra Svíar sem höfðu eytt kvöldinu fyrir leik í skrall og því hefði leikurinn verið leikur einn. Haukurinn var æ bjartsýnni og sá fyrir sér miðaldra og miðbiksgildar enskar skrifstofublækur sem væru hvorutveggja þunnildislegar og þreyttar. Eigi varð úr því. Haukurinn nær engan veginn að lýsa því sem hann sá þegar mætt var á völlinn öðruvísi en að vitna í hina eðlu mynd "Mighty Ducks" eða Miklu Endurnar. Þegar Endurnar mættu á skautasvellið til leiks við Íslensku víkingana þá mættu þeim tveggja metra ofurmenni með heiðblá augu og ljóshvítt hár. Endurnar sjálfar innihéldu einn feitann strák, einn lítinn asíubúa, einn gleraugnaglám, eina stelpu og þar fram eftir götunum. Þetta líktist því sem Haukurinn sá þegar hann mætti til leiks. Drengirnir frá Lundúnum voru eigi miðaldra né gildir um miðbikið, þeir voru stæltir strákar á ströndinni með pung í haldi. Ofurmenni sem risu hátt í tvo metra upp í loft og vigu um hundrað kíló af hreinum vöðvum. Þeir meira að segja unnu upphitunina með stæl. Hauknum var tilkynnt honum til mikillar furðu að hann myndi byrja inn á vellinum og yrði settur á miðjuna. Haukurinn var svoldið villtur en fann sinn stað á endanum - eftir þó nokkra leit. Fjölmörgum höggum og byltum síðar stóðu leikar þannig að Lundúnar skrímslin fóru með sigur af hólmi, en þó aðeins með u.þ.b. 40 stigum - sem Hauknum skilst að sé enginn svakalegur munur. Sárin voru sleikt og menn héldu gallvaskir heim á leið og fengu sér einn gráann. Haukurinn er strax farinn að hlakka til næsta leiks!

Verkefnið

Hauknum ber að vera að undirbúa verkefni sitt. Það gengur eigi auðveldlega þar sem pólverjinn fór heim um páskana, rúmeninn er heima að passa börnin og búlgarinn er alltaf á fylleríi. Það stefnir í spennandi vorönn!

Haukurinn hefur talað!