miðvikudagur, apríl 12, 2006

"You know if I had nickel for every time Bush has mentioned 9/11, I could raise enough reward money to go after Bin Laden."
Jon Stewart
Haukurinn er djúpt sokkinn, aðallega ofan í danskt atvinnulíf og atvinnuleysisstefnumótun. Dönsk stjórnvöld eru nefnilega það heppin að þau geta boðið þjóð sinni upp á mannsæmandi atvinnuleysisbætur og atvinnuleysiskerfi. Kerfið þykir virka það vel að önnur lönd í Evrópu hafa sýnt því mikinn áhuga og hafa reynt að koma álíka uppbyggingu á fót í sínum eigin löndum - nú síðast Frakkar, en eitthvað þykir benda til að það hafi ekki gengið eins og best væri á kosið þ.e. með milljón manna mótmæli og þess háttar. Spurning hvað Pétur "það er enginn vandi að lifa á 100 þúsund krónum á mánuði" Blöndal og hans kumpánar hefðu um danska kerfið að segja?
Haukurinn hváði við þegar hann las þessa frétt. Hver spurði fuglinn?
Á Ítalíu er fersk ópera bruggandi, þar eð ekki er ennþá komið á hreint hver vann kosningarnar - Romano Prodi eða Silvio Berlusconi. Skemmtilegt verður að sjá hvort að fjölmiðlakóngurinn og spaugfuglinn Berlusconi nær að hafa þetta á endasprettinum.
Haukurinn hefur talað!