þriðjudagur, september 23, 2003

Haukurinn í vandræðum

Haukurinn hefur heldur betur málað sig út í horn. Haukurinn er eftir á í verkefnaskilum....þ.e. hann á eftir að gera verkefni sem honum ber að skila af sér á fimmtudag. Haukurinn gerir sér vissulega grein fyrir því að þetta verklag ber merki um sluksahátt....og því mun hann reyna að bæta úr þessu hið snarasta.

Haukurinn fékk heldur betur skemmtilegt og mikilvægt símtal liðna helgi. Í rauða símann hringdi hinn háæruverðugi forseti Ísalands, Ísleifur Ólafsson, og hélt tölu. Haukurinn skildi reyndar ekki allt sem sagt var, sem var líklegast símasambandinu að kenna frekar en úttölu forsetans... Haukurinn fékk nasasjón af heljarinnar GF-teiti, þar sem menn þjóruðu dýrkeypt öl og fögnuðu því að JAG var loks fluttur í vesturbæinn. Haukurinn náði að heyra í verðandi föðurnum, Didda, sem og hinum nýinnflutta áður en forsetinn náði aftur stjórninni á símtólinu. Hauknum hafði verið tjáð að forsetinn hefði verið í vísindaferð fyrr um daginn og því væri hann svo hátt uppi!

Hauknum þótti mikið til um það að fá að heyra stemminguna í vesturbænum og hafði gaman af.

Hauknum ber að halda heim og hætta málæði....

Haukurinn hefur talað!