miðvikudagur, mars 01, 2006

Fool me, won´t get fooled again!

Haukurinn kveður sér hljóðs úr horni. Vetur konungur, virðist ekki hafa fengið skilaboðin því hann ætlar ekkert að sleppa höndinni af Danmörku. Hérlendis helst hitastigið fyrir neðan frostmark og virðist ekkert lát vera á kuldanum. En Haukurinn heldur sér heitum með skrifum, stúderingum og annarri vitleysu.
Haukurinn fékk heldur dræmar viðtökur við beiðni sinni til Baugur Group, sem og fáar stuðningsathugasemdir (Takk samt Villiköttur). Haukurinn hyggst því heldur halda sig við núverandi mynd bloggvefjar síns og stefnir eigi lengur á útrás.
Útrás íslenskra fyrirtækja virðist engan endi ætla að taka, sem hræðir danska efnahagslífið meir en nokkurn skildi gruna. Danir hreinlega skilja ekki hvernig þjóð með bullandi viðskiptahalla við útlönd, himinháa stýrivexti og óstöðvandi neyslu og lánatöku getur staðið í lappirnar. Haukinn grunar að sama prinsipp gildi um íslenska fjármálamenn og flugfarþega, þ.e. sameiginlegur vilji, bænir og trú allra um borð fái flugvélina til þess að taka á loft og haldast fljúgandi. Ísland er s.s. býflugan. Allir segja að hún eigi ekki að geta flogið loftfræðilega séð, en hún flýgur samt!
Haukurinn hyggst skilja við lesendur með háfleygum orðum R.Kelly, sem eiga vel við að þessu tilefni: "I believe I can fly...I believe I can touch the sky...".
Haukurinn hefur talað!
P.S. Fyrir þá lesendur sem ekki vita það þá var ofannefndur Kelly, handtekinn og dæmdur fyrir að sofa hjá stúlku undir aldri....og það ekki í fyrsta sinn.....og hann kastaði vatni yfir hana meðan á kynmökunum stóð....og tók það upp á myndband...og stúlkan var 14 ára....