föstudagur, október 15, 2004

"Þegar þú gengur, í gegnum storminn, haltu höfðinu háu...."

Haukurinn hefur síðustu dægur setið og tekið því rólega. Eins og er þá er öll Danmörk í fríi, þar sem að hvert ár í fertugustu og annarri viku ársins fara allir í haustfrí. Haukurinn skilur þetta fyrirkomulag engan veginn en sem útlendingur í fjarlægu landi hefur hann ekki atkvæðisrétt í þessu máli. Íslendingar eru vanir að geyma sín frí og safna þeim upp til þess eins að geta flatmagað á ströndum sólarlanda vikum saman. Hérlendis vinna menn frá níu til þrjú og taka sér regluleg frí - og sitja svo og kvarta yfir því að hafa ekki lengur nægan tíma til þess að vera heima hjá sér.
Haukurinn hefur nýtt tímann ágætlega. Hann hefur reynt að sökkva sér í hagfræði á dönsku, sem hingað til hefur gengið ágætlega. Annars hefur hann mest eytt deginum í félagi við Bóndann á garði og Nýbúann Hvíta. Í dag er stefnt að því að ráðast til atlögu við geymslu bóndans og troða þangað inn öllu því sem þangað kemst. Haukurinn hlakkar til....eða þannig.
Haukurinn datt ofan í skrambi skemmtilega kvikmynd um daginn, Fimmtugasta og fyrsta fylkið, þar sem Sámur L. fer á kostum. Hann á m.a. þessa snilldar setningu: "Now ain't that always the way. Elevator music, a nigger in a kilt and a chick with a nickle plated nine...". Tær snilld. Haukurinn mælir með ræmunni fyrir þá sem hafa enn ekki séð hana.
Haukurinn hefur talað!
P.S. Eru til buxur á snáka?