fimmtudagur, október 16, 2003

Gleymska er gulli betri!

Haukurinn fékk harðorð skilaboð frá vinkonu sinni vegna þess að hann hafði gleymt að tjá sig um stærstu frétt síðustu daga, nefnilega fréttin um fæðingu dóttur Diddans og Höllu.

Haukurinn biðst innilegrar afsökunar á þessari gleymsku..

Haukurinn fagnaði gífurlega þeim fréttum að í Reykjavík væri barn oss fætt....Það kom honum reyndar á óvart, en skemmtilega þó, að barnið væri stúlka.

Haukurinn og nánustu vinir skáluðu í freyðivíni 12. október, meyfæðingunni til heiðurs.

Ef lesendur vilja sjá mynd af stúlkunni þá skulu þeir smella hér.

Haukurinn hefur talað!

miðvikudagur, október 15, 2003

Rice in space!

Haukurinn les mikið af fréttamiðlum á netinu, honum finnst gott að vera upplýstur um þá hluti sem eiga sér stað í heiminum hverju sinni. Honum finnst einnig mjög gaman að fjalla um nýjustu atburði, sem lesendur eru eflaust vel kunnugir.

Í dag eru stórir hlutir að gerast, því Kína hefur sent sinn fyrsta íbúa út í geim. Þetta eru eflaust mjög góðar fréttir fyrir kínverja, því að eins og allir vita þá er mikil fólksfjölgun í Kína og takmarkað landrými. Haukurinn styður heilshugar þessar tilraunir kínverskra yfirvalda til þess að sporna við þessari offjölgun og hvetur þá til að senda enn fleiri kínverja á braut um jörðu.

Haukurinn hefur einnig í hyggju að leggja fram tillögu til bandarísku ríkisstjórnarinnar þess efnis að þeir hefjist handa við álíka tilraun. Því eins og allir vita þá voru bandaríkjamenn með þeim fyrstu út í geim fyrir tveim áratugum síðan en hafa því miður sluksað við geimskot síðustu ár. Haukurinn er að hefjast handa við það að semja lista yfir hina ýmsu bandaríkjamenn sem mætti bomba út í geim.

Þó svo listinn sé á byrjunarstigi getur Haukurinn gefið upp nöfn nokkurra þeirra: George Bush (Georg brúskur), sem þá yrði fyrsti forsetinn (og fyrsti kókaínneytandinn að því vitað er...) út í geim; vísindamaðurinn sem eltir eldingar með stöng í hendi (hann sá Haukurinn á discovery); Dónald Römsfeld, hann þarf hvort eð er að skjóta, hvort sem það er upp eða niður; Dr. Phil, sem hreinlega yrði bara að fara og síðast en ekki síst Michael Jackson sem hvort sem er, er geimvera.

Haukurinn vill nú endilega að lesendur komi með eigin uppástungur og verður þeim bætt við listann góða.

Haukurinn hefur talað!
Inni í húsinu!

Haukurinn hefur fregnt það frá forseta Ísalands að nýr bloggari hafi litið dagsins ljós, nefnilega Bimbi (sem btw þýðir píka á finnsku...) hinn ljósi. Haukurinn fagnar hinum nýja bullara og óskar honum alls hins besta.

Haukurinn hefur talað!