föstudagur, október 31, 2003

Fúllur!

Haukurinn er kominn heim af fylleríi með Pawel hinum pólska og Evu dönsku. Haukurinn er kátur og í glasi. Þegar Haukurinn skyldi við hópinn voru allir í góðu geimi og vel við skál. Massa hópvinna!

Haukurinn hefur talað!
Gemmér öl.....!

Haukurinn er nýkominn af fundi með hópi sínum við háskólann í Álaborg. Þar var heldur betur tekið á því og er vonandi lýsandi fyrir framhaldið. Haukurinn er satt best að segja vongóður ef fram heldur sem horfir.

Haukurinn og hópurinn voru sammála um það að sem verðlaun fyrir vel unnin störf ættu allir skilið a.m.k. einn öl á "Fredagsbaren". Því verður haldið þangað að loknu alnetsráfi.

Haukurinn segir: "Et,drekk og ver glaðr!"

Haukurinn hefur talað!

mánudagur, október 27, 2003

Maður er manns gaman

Haukurinn frétti það nýverið að von gæti verið á fleiri gestum í íbúð hans í Álaborg. Haukurinn gladdist mjög svo við þessar fréttir og sér fram á stundir góðar. Haukurinn hvetur hvern þann sem sér fært að gjöra svo að líta við, ef menn eiga leið um norður jótland. Sófinn er þægilegur, bjórinn er ódýr og vífin fögur.

Haukurinn er í letikasti. Hann á að vera að lesa dönsk dagblöð fyrir hópverkefnið sitt, en orkar það ekki. Haukurinn fær ábyggilega samviskukast á eftir og leggst yfir heimildirnar. Það er, ef dagskrá sjónvarpsins breytist ekki.... Hauknum finnst ótrúlegt að vera með 50 stöðvar og ekkert að horfa á....Þá er nú skárra að vera bara með Rúv og stöð 2.....sparar manni tíma þegar á að skipta......

Haukurinn hefur talað!