þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Ég set tvistinn út, og ég breyti í spaða.
Ég set tvistinn út, Lúdó og Stefán.
Haukurinn hefur uppfært síðu sína. Þar sem ákveðnir aðilar virðast allskostar ófærir um að skrifa línur á síður sínar, hefur Haukurinn dregið vefsíður þessara aðila í dilka og gert þeim að húka í eigin letiflokk.
Haukurinn hefur nú tíma til þess að brasa í þessari vefsíðugerð sinni, þar eð hann hefur lokið við og skilað prófverkefni því sem hann hefur setið sveittur yfir í hartnær tvær vikur. Sem stendur er Haukurinn í þaulskipulagðri afslöppun, auk þess sem hann hyggst parketleggja við fjórða mann um helgina. Téðir verkamenn, þó eigi séu af pólsku bergi brotnir, verða nýttir til hins ýtrasta og fá greitt í gerjuðum miði - þ.e. bjór. Aukinheldur þarf Haukurinn að stunda heljarmikil innkaup til þess að standsetja íbúðina fyrir komu nýja leigjandans. Keyptur hefur verið forláta vagn, en þó á eftir að kaup rúm, skiptiborð og aðrar hirslur.
Haukurinn verður þreyttur af því að hugsa um það sem hann á eftir að gera.
Haukurinn hefur talað!