fimmtudagur, maí 11, 2006

Blind lemon was a blind man.....
Haukurinn er eins og Addinn þessa dagana, nefnilega sveittur. Hann stelur orðum Addans: Það var svo heitt að svitinn milli rasskinnanna var byrjaður að svitna!
Annars hefur Haukurinn frá fáu að segja, hann er sem stendur mjög svo upptekinn við verkefnaskrif og eiga þau hug hans allan. Þar sem veðurguðirnir virðast ætla að leika við hið danska konungs(drottningar eiginlega)veldi er það sífellt erfiðara að einbeita sér að bókunum. Haukurinn hefur það fyrir sið að sitja úti við í sólinni og hitanum og reyna að berja sig í gegnum diskursteori og annað álíka skemmtilegt. Hvort það er sólstingur eða heilabilun er veldur skilningsleysi skal ósagt látið, en spennandi er það þó.
Bjórdrykkja hefur ekki farið hönd í hönd með hitnandi veðri, að nokkru leyti sökum ofannefndra verkefnaskrifa en að mestu leyti sökum þess að bjór Hauksins var stolið. Haukurinn vaknaði upp við það einn morguninn að einhverjir óprúttnir aðilar höfðu tekið bjórkassa Hauksins ófrjálsri hendi. Haukurinn var ekki glaður. Hann hyggst kaupa annan, en er samt ókátur.
Haukurinn fékk á dögunum forláta grill að gjöf frá Bóndanum á Garði. Þar eð sá hinn sami er eigandi eðalgasgrills sá hann sér fært að arfleiða sitt fyrra grill, endalaust glæsilegt kolagrill, til Hauksins. Haukurinn er búinn að vígja það, og bragðaðist vel.
Kristmundur Kvíti hefur lagt land og sjó undir fót og haldið til Íslands. Þar mun hann dvelja í einhvern tíma og svo snú aftur með auknum eldmóð. Hans er sárt saknað.
Haukurinn hefur talað!