föstudagur, október 18, 2002

Tölvumál

Hólí FOKK!!!! Fartölva Hauksins er dáin drottni sínum!!!! Harði diskur tölvunnar er víst orðinn of mjúkur til að virka og því hvorki hægt að lesa þurrar lögfræðiglósur né spila hinn gæða kúluleik Bubblet!

En annars á gleðilegri nótum, þá er teljari Hauksins kominn í gang eftir háværar óskir lesenda (fólk vildi vita hve margar milljónir lesenda væru búnir að hlýða á Haukinn) og Haukurinn mun fara á villt fydlerí á laugardaginn!

Annars var það ekkert fleira í bili....

Haukurinn hefur talað!

mánudagur, október 14, 2002

Þjóðarbókhlaðan

Haukurinn hefur snúið aftur til hlöðunnar! Hann hefur ákveðið að hætta að láta sér leiðast yfir þurrum þrettándanum - sem lögfræði við HÍ er vissulega - og skemmta fremur sér og öðrum með harðkjarna orðaflaumi og rímnaflæði!

Eníhú.....Haukurinn er kominn með leið á lögum og mun því snart snúa sér að öðrum fögum......! He makes a rime every time!

Það sem brennur á Hauknum í þetta skipti er krafa Jóhönnu "le þurr" Sigurðardóttur um það að úrskurðir jafnréttisnefndar skuli vera gerðir bindandi. Háttvirtur þingmaður hefur hér gleymt þessum litla hlut sem við hin köllum RÉTTARKERFI - því að að úrskurðir kærunefnda eru almennt ekki bindandi en ef ekki er farið eftir þeim er hægt að knýja á það með því að fara með málið fyrir ... hvað ... DÓMSTÓLA!

Haukurinn komst að því í dag að það er ákveðin formúla á bakvið hvern seldan KFC borgara. Sú allra hættulegasta - sem í dag var nýtt til banatilræðis á forseta Ísalands Thomaz Skhuravy - er svohljóðandi: Eitt stykki amma sér um pöntunina, eitt stykki svarti maðurinn sér um borgarann plús góður félagsskapur jafngildir risabeini í borgara!
Lesendur varið ykkur á þessari jöfnu!!

Haukurinn hefur komist að því að ástæða þess að Skotarnir frægu, sem gengu hér um miðborgina í pilsum, voru í engum undirklæðum var einfaldlega sú að þeir vildu ekki eyða peningum í þau! Bjórinn var alltof dýr! Því sannast hið fornkveðna "dýrar voru Hafliða nærurnar því þær kostuðu hann ölið í brunninn!"

Haukurinn hefur talað!