föstudagur, október 25, 2002

Heill þér fósturjörð

Haukurinn fer ekki varhluta af bilanatíðni hinna ýmissu hluta og tæka því bifreið kappans er dáin drottni sínum! Hin margumtalaða en óræða tímareim hefur slitnað og valdið því að stimplar vélarinnar keyrðu á þurru og bognuðu. Þetta hefur Haukurinn eftir góðum heimildamanni, nefnilega Viðgerðarfrændanum, en hann er nauðsynlegur hverri ætt. Haukurinn hefur aldrei haldið því fram að hann viti eitthvað um bifreiðar og því var gott að frændinn mætti til þess að útskýra hlutina.

Nóg um það......

Haukurinn var að horfa á fréttir Norðurljósa í gær og sá þá að hafa átti viðtal við einn þekktasta ofurböll og fullorðinsmyndaleikara í heimi - nefnilega Ron nokkurn Jeremy! Viðtalið sjálft vakti eigi athygli Hauksins heldur sú staðreynd að annar umsjónarmanna umræðuþáttarins - Guðrún Eitthvaðsdóttir - vildi eigi taka þátt í því. Ástæðurnar voru þær að Ronni leikur í myndum sem hlutgera kvenfólk og ýta undir ofbeldi og vanvirðingu á konum. Vissulega er það sjónarmið út af fyrir sig en á móti má spyrja hví téð Guðrún hefur ekki áður sett sig á móti að taka viðtöl við hina mestu ógæfumenn. Viðtalsþáttur hennar hefur fengið í myndver dæmda morðingja, nauðgara og eiturlyfjasala - hvernig þeir eru betri menn en Ronni Böllur er spurning sem Guðrúnu væri hollt að reyna að svara!

Haukurinn er nýkominn úr mikilli árshátíð sem hann skipulagði í félagi við annann góðan kunningja. Tókst vel til og voru allir viðstaddir mjög sáttir. Þess ber að geta að ekkert áfengi var haft við hönd og engar myndir eru til, né myndbönd og enginn varð þunnur eftir ferðina - og það skal undirstrikað að forseti Ísalands ældi ekki í rútunni!!!!!

Haukurin fór einnig í próf sama dag og árshátíðin var og gekk það svona.... eftir atvikum.....!

Meira baul seinna....!

Haukurinn hefur talað!