miðvikudagur, mars 03, 2004

Er þetta minn eða þinn sjóhattur?

Haukurinn hefur verið að velta fyrir sér því sem gerist þegar menningarheimar rekast saman. Hér í danmörku hefur verið rekin ansi hreint opin stefna varðandi innflytjendur og því hafa danir tekið upp á því að loka fyrir innflutning á fleiri útlendingum og tekið að þrýsta á þá sem eru þegar komnir hingað að aðlaga sig að lífinu í nýju landi. Þetta hefur haft misjafnan árángur í för með sér, þar eð þeir innflytjendur sem hingað koma eru venjulega hvorki hvítir né kristnir. Haukurinn hefur m.a. fregnt það að þegar fyrstu sómalirnir komu hingað þá voru þeir ávallt til mikilla vandræða. Sómalirnir sem hingað koma eru yfirleitt múslimskrar trúar og því ekki undirbúnir undir það agaleysi og þann hórdóm sem fyrir finnst hér, því voru þeir einatt að hrækja á danskar konur vegna þess að þær voru í fyrsta lagi einar á ferð og öðru lagi klæddar eins og verstu portkonur - að þeirra mati. Umræðan hefur síðan náð hámarki varðandi 'villimennsku' þessara innflytjenda þar sem danskar læknavaktir eru þéttsetnar af unglingsstúlkum sem bíða í blóði sínu eftir aðstoð vegna þess að einhvert skítugt ættmenni þeirra hafði reynt að nema burtu skapabarma þeirra með eldhúshníf á baðherberginu heima. Þetta fer víst eitthvað í taugarnar á dönum, þar eð þeim finnst fjandi slæmt að vera að greiða hátt í fimm tigu prósenta í skatta til þess að halda uppi mannsæmandi heilbrigðiskerfi sem svo er á fullu að sauma sama einhverja brúna barma.

Nýverið var Haukurinn staddur í tíma þar sem verið var að ræða það hvort að þjóðir heims mættu skipta sér af 'barbarískum' venjum annarra þjóða. Mikil og hávær umræða skapaðist um málefnið og voru flestir sammála um það að svo væri ekki þar eð aðalspurningin væri sú hver væri mælikvarðinn á 'barbarískar' venjur. Menningarleg slagsíða hefur áhrif á allar ákvarðanir fólks og þar er alþjóðastarf engan veginn undanskilið. Þar sem umræðan virtist eingöngu snúast um umskurði kvenna þá hóf Haukurinn upp raust sína og spurði hópinn hvort að réttlátt væri að undanskilja umskurði drengja - sem er stór þáttur í þroska og uppeldi gyðingspilta. Ef eilítil hlátrasköll og mótmæli hóf Haukurinn að útskýra að sér þætti það fremur barbarísk venja að skera í typpið á ungum drengjum og væri hann alfarið á móti slíkum "limlestingum", en þó svo að hann væri mótfallinn slíkri iðju þá gæti hann engan veginn ákveðið að banna ætti slíkt. Málið er að okkar eigin menning hefur alltaf áhrif á skoðanir og ákvarðanir okkar og slíkt eru hreinlega eðlilegt. Það að hlaupa um alþjóðasamfélagið með biblíuna í hendi og ákveða að þessi og hin siðvenjan sé villimannsleg og aðrar eigi hefur engan veginn rétt á sér. Haukurinn er hinsvegar á því að þegar fólk flytur til nýrra landa þá verði það að gera sér grein fyrir því að ákveðna hluti verður það að gefa upp á bátinn. Haukurinn harmar það að geta ekki keypt sér skyr, seríós og egils malt, en hann sættir sig við það þar eð hann er nýbúi í öðru landi og kominn er tími til þess að aðlaga sig að venjum innfæddra. Haukurinn gerir sér einnig grein fyrir því að stökkið frá Íslandi til danmerkur er eigi mikið hvað menningu varðar, en þetta er gjaldið sem fólk verður að greiða fyrir að flytja til annarra staða. Svo að Haukurinn vitni í simpson "Out with the old - in with the nuclear"

Haukurinn hefur talað!