fimmtudagur, október 02, 2003

Allt á reddinu!

Haukurinn er í betri "humor" þessa dagana. Honum tókst að koma dell samsteypunni í skilning um það að Ísland sé eitt af norðurlöndunum, þó svo þeir telji annað, en fær samt sem áður ekki að greiða pöntun sína með krítarkorti gefnu út á Fróni.

Haukurinn gladdist líka feikilega þegar hann skipti yfir á útsendingu gærkvöldsins úr Meistaradeildinni. Nefnilega fimm mínútum eftir að Haukurinn skipti yfir á leik MaNu og Stuttgart náðu Stúttgartt menn nefnilega að skora. Það afrek endurtóku þeir svo aftur þrem mínútum síðar Hauknum til miklillar gleði! Ef ekki gengur vel heima fyrir má alltaf gleðjast að óförum annarra.

Póstkassi Hauksins á Helgolandsgade er stútfullur alla daga. Ekki með sporslum frá danska ríkinu, heldur með gylliboðum frá hinum ýmsu stórmörkuðum Álaborgar. Síðustu daga hafa borist minnst 10 blöð sem auglýsa afmælistilboð ýmiskonar. Hauknum er spurn hvort allir stórmarkaðir á stór-Álaborgarsvæðinu hafi verið stofnaðir að hausti til.... Verðugt verkefni fyrir viðskiptafræðinemendur.....

Áfengi lækkaði í danmörku í gær....eins og það þyrfti.......dæmi: 700 ml bacardi flaska sem áður kostaði um 1500 íkr kostar nú um 950 íkr.....Þetta er víst gert til þess að sporna við því að danir kaupi sitt áfengi í þýskalandi.....

Haukurinn hefur talað!

mánudagur, september 29, 2003

Almennur andskoti

Haukurinn er í almennum vandræðum. Hann reyndi að kaupa sér tölvu í gegnum netið en það gekk ekki. Því að þó svo dell.dk taki krítarkort frá öllum norðurlöndum þá eru þessi norðurlönd eingöngu danmörk, noregur, svíþjóð og finnland. Ísland er greinilega ekkert partur af þessu samfélagi! Það þyrfti að gera íslenskum stjórnvöldum grein fyrir þessu, því að nógum peningum er nú dælt í samnorrænt samstarf.....!


Haukurinn er ekki sáttur!

Haukurinn hefur talað!