mánudagur, nóvember 10, 2003

Enginn veit meira en hann þarf!

Haukurinn hefur tekið eftir því að fáir hafa nýtt sér gestabók síðunnar. Fyrir utan prufukeyrslu Hauksins sjálfs er þar aðeins að finna 3 aðrar færslur. Þar á meðal er þessi hér: "Hey, I'm Jay. Great work on your website. I have found intersting things on it. Please check out my penis enlargement pills homepage at http://www.penis-enlargement-aid.com.".

Hauknum er spurn hver þessi Jay er, því sá eini sem hann þekkir er heitir þessu engilsaxneska nafni er fyrrum kennari Hauksins Julian D'Arcy, betur þekktur sem Jay D'Arcy. Haukurinn hefur lúmskan grun um að hér sé ekki um sama manninn að ræða.

Það er gaman að vita til þess að lesendur Hauksins eru alþjóðlegir, en hinsvegar er öllu alvarlegra að ofangreindur Jay þykist hafa grun um limaburð Hauksins. Hvaðan þessi maður fær upplýsingar sínar er með öllu óvitað, en Hauknum þætti gaman að vita hvort einhver lesenda síðunnar gætu leyst gátuna.

Annars er fátt af Hauknum að frétta annað en það að hann er á kafi í heimildaleit fyrir P1 verkefni sitt og heilögu þrenningarinnar. Haukinn langar í "biffen" að sjá Matrix 3, aldrei að vita nema hann láti af verða í kveld.

Talandi um kvikar myndir þá sá Haukurinn í gærkveldi í fyrsta sinn hinn sjötta dag eða "The sixth day". Þar fór ríkisstjórinn Arnaldur Svartinaggur á kostum í hlutverki kindarinnar Dolly, eða þannig sko. Hörku hasar og læti, og tvöfalt meiri Arnaldur en venjulega.

Haukurinn setur hérmeð linka-met á síðu sinni, þrír í einu bloggi!

Haukurinn hefur talað!