fimmtudagur, apríl 20, 2006

"Himininn brotnar í ljóðum, nakið undur...."
Bubbi Morthens
"The sky cracked its poems in naked wonder....."
Bob Dylan
Haukurinn er enn að leita hins brotna himins og samtímis að reyna að skilja hvernig téður himinn lítur út - nakið undur er á hinn bóginn auðvelt að nálgast, bara hífa af sér undirfötin og njóta útsýnisins. Haukurinn hafði sjálfur ekki gert sér grein fyrir ofanskrifaðri 'Hólmsteinsku' Hr. Morthens, en hefur það samt átt hug hans að mestu leyti síðan Óðalsbóndinn á Garði og Verktakinn bentu honum á það. Haukurinn getur ekkert sagt, hann kemst ábyggilega oft nálægt álíka skrifum í pistlum og verkefnum sínum, en hann getur ávallt heimilda sinna - sem kannski reynist erfitt þegar maður er að rembast við að ná A-moll uppi á sviði í myrkum innviðum hinna ýmsu ölkjallara Reykjavíkurborgar.
Enn sem komið er heldur Liverpool titli sínum sem meistarar Evrópu. Spurningin er bara hvort að hinir sambadansandi bra...katalóníubúar Barselónaborgar nái í þann næsta.
Haukurinn hefur talað!