miðvikudagur, september 21, 2005

Góður titill.....

Haukurinn er fluttur. Héðan í frá koma öll bloggskrif frá Garði, en eigi frá dántán Aalborg. Árin tvö í húddinu voru góð en Haukurinn og frú fluttu samt sem áður búferlum upp einu brekkuna í Álaborg á Garð, þar sem fyrir voru Kristmundur Kvíti, Bóndinn á Garði og Gústi Geimfari ásamt ektakvinnum sínum og börnum.
Frá Garði er fátt að frétta, veðurguðirnir láta vel að norðurjótlandi og því hefur meðalhitinn í september ekki fallið niður fyrir 15 gráðurnar. Hér gengur á með atvinnuleysi og bílkaupum, þrátt fyrir það lætur Haukurinn það hvorki á sig fá né heldur lætur það trufla sig og hjólar sáttur á hverjum degi í skólann. Haukurinn neitar því samt sem áður eigi að hann er á góðri leið með að reisa sér vígalega níðstöng eftir að hafa verið í sífellu að níðast á bifreiðaeigendum Garðs. Þeir hafa verið blóðnýttir í flutninga, búslóðarkaup og svo videre.
Sumarið er farið að verða fjarlæg minning, þar eð Haukurinn venst æ meir hinum danska hverdegi. Fjarri eru Kárahnjúkar, mótmælendur, hraðasektir, fullir Íslendingar (bæði í leik og starfi)....ööö....kannski allt nema það síðast nefnda....það finnst víst einnig hér í Álaborg - í hrönnum. Haukurinn er samt sem áður sáttur við sumarið og hlakkar mikið til að sjá hvað verður úr næsta sumri.
Haukurinn hefur talað!