mánudagur, janúar 30, 2006

"Death to Denmark!"

Danir eru í djúpum hægðum. Hinar frægu myndir Jótlandspóstsins hafa endanlega sent saurinn í viftuna. Nú hafa fjölmörg lönd í austurlöndum nær sett innflutningsbönn á danskar vörur, þar með taldir Sádíarabar og Líbíumenn. Hauknum er spurn hvort að þetta hafi einhver áhrif. Aðal útflutningsvörur dana eru 1) svínakjöt og svínakjötsafurðir, 2) kvenna- og herrafatnaður frá fatakeðjum svo sem Jack & Jones og Vero Moda og 3) öl, bjór og aðrir áfengir drykkir.
Haukurinn er kannski einfaldur en honum skilst að a) múslimir og aðrir íslamstrúarmenn borði ekki svínakjöt; b) konur í íslamsríkjum gangi ekkert í stuttum pilsum frá Vero Moda, heldur sófaáklæðum frá IKEA og c) fólk í austurlöndum nær drekki ekki áfenga drykki af trúarlegum ástæðum. Haukurinn skilur ekki alveg hvernig þetta á að ganga upp, þ.e. að setja viðskipta- og innflutningsbönn á vörur sem enginn er hvort eð er að fara að kaupa. Þetta er svoldið eins og að Kongó myndi setja innflutningsbann á ljósabekki.
Haukurinn - næstur á lista ríkisstjórnar Kongó - hefur talað!