föstudagur, apríl 16, 2004

Ammæli!

Haukurinn heldur í dag upp á afmæli drottningar danmerkur. Hún er gömul og reykir sígarettur eins og álver reykir báxít. Gamla hefur yfir fáu að gleðjast en senn styttist í giftingu. Eigi er um brúðkaup bóndans af Stúentagarði að ræða heldur hinnar áströlsku Marí og prinsins Friðriks. Þau higgjast hnýta hnútinn hinn fjórtánda Maí og hefur Carlsberg bruggverksmiðjan ákveðið að brugga sérstakan bjór í tilefni tilefnisins. Haukurinn tilkynnir hérmeð að bjórinn er góður og bragðast vel. Hryggðarefnið er þó það að skerverjar fá eigi að kynnast yndi útlendra bjóra sem brúðkaupsbjórsins sökum þröngsýni víninnflytjenda og bruggara. Skamm skamm.

Haukurinn hefur talað!