mánudagur, desember 13, 2004

Jóladagatal Hauksins

13. desember

Hauknum er farið að líða eins og Glám forðum í bréfaskriftum hans við Jóla. Dagur tvö, punktur, Haukurinn vaknaði enn og aftur við tóman skó og er farinn að lengja eftir mandarínu eða spilastokk. Hann er eigi að biðja um allan heiminn - elsku mamma - aðeins örlítinn glaðning, rétt til þess að stytta daginn aðeins.
Svo virðist sem að jólin færi öðrum litla glaðninga, og Haukurinn vill aðeins fá sinn skerf af kökunni. Honum finnst krakkar nú til dags fá alltof mikið af athygli frá jólasveinsyfirvöldum og að kominn sé tími til að styrkja velunnara sveinanna á öllum aldri.
Annars er Haukurinn góður.
Haukurinn hefur talað!
P.S. Lesendur eru beðnir að taka vel á móti forvera mjaltavélanna, Giljagaur, sem kemur í dag. Lesendur er vinsamlegast beðnir að slökkva á öryggiskerfum og múlbinda heimilisdýrin.