sunnudagur, desember 05, 2004

Jóladagatal Hauksins

5. desember

Annar í aðventu kallar og Haukurinn svarar. Morgunstund gefur gull í mund er einatt sagt, en Haukurinn á erfitt með að sjá það í augnablikinu. Lærdómurinn hófst um níu og það á sunnudagsmorgni – hver segir að nám sé ekki vinna?!?!

Hauknum og frú áskotnaðist kerti eitt, með dögum desembermánaðar árituðum á – þ.e. fram að aðfangadegi – og því var kveikt á því í byrjum mánaðar. Vandinn er aðeins sá að kvikindið brennur ótrúlega hægt og því er erfitt að fá það til að stemma upp á dag. Haukurinn telur það nánast eingöngu hægt ef kveikt er á því eldsnemma dags og drepið á því örlitlu áður en skriðið er undir sæng. Því hefur hann brugðið á það ráð að fylgja eigin ráðum og láta logann loga.

Kerti hafa einatt verið náttengd jólunum í sinni Hauksins og eru einnig ódýr lausn á jólaskrautsleysi hans. Spurningin er sú hvort að ekki sé kominn tími á að kaupa sitt eigið jólaskraut?

Haukurinn hefur talað!