sunnudagur, desember 12, 2004

Jóladagatal Hauksins

12. desember

Haukurinn hefur komist að markverðum hlut. Svo virðist sem að hinir íslensku jólasveinar haldi ekki áfram að gleðja mann með góðgæti í skóinn þegar a) maður eldist og b) býr erlendis. Haukurinn er vægast sagt ekki sáttur með þessa þróun. Hingað til hefur hann nokkuð reglulega getað treyst á íslensku hrekkjalómana og tuttugustu-aldar góðvild þeirra. Það lítur allt út fyrir það að þeir falli aftur í gamla farið þegar komið er út fyrir landsteinana, verði aftur þjófóttir og hrekkjóttir sem á árum áður. Haukurinn treysti á það að þeir hefðu endanlega tekið sér rauðleitann jólasvein KókaKóla keðjunnar sér til fyrirmyndar og látið að fullu af fyrri hegðun. Svo virðist sem kók gefi eigi alltaf tóninn.
Meðan hann man þá vill Haukurinn bjóða hinn annálaða, ærsjúgandi ærslabelg Stekkjastaur velkominn til byggða, þó að hann virðist aðeins vilja halda sig við íslenskar byggðir.
Haukurinn hefur talað!