föstudagur, desember 03, 2004

Jóladagatal Hauksins

3. desember

Flöskudagur kallar en Haukurinn hlýðir kallinu eigi. Karate æfing hefst eftir fjóra tíma og hyggst Haukurinn svitna, lemja og sparka hátíðarskapið í gang. Eftir heilan dag fyrir framan skræðuna Statsvitenskap eftir hinn margrómaða norska fræðimann Øyvind Østerud á Haukurinn skilið að slaka eilítið á.
Jólabæklingaflóðið ætlar engan enda að taka og fyllist pappírsgámurinn óðum. Verslanir keppast við að fá neytendur út í búðir til þess að nálgast allan varninginn sem á að innihalda samansoðinn jóla- og gleðiandann. Hauknum er oft spurn þegar hann les bæklingana, því að hann sér eigi samhengið milli m.a. stafrænna myndavéla, veiðihnífa eða sportúra og hins sanna jólaanda. Hvað um það...örvæntingar- og stressfnykurinn liggur eins og mara yfir borginni hér við álana.....jólin stefna hraðbyri í átt að hinum almenna manni.....
Haukurinn hefur talað!