þriðjudagur, desember 14, 2004

Jóladagatal Hauksins

14. desember

Dagurinn tók kaldur á móti Hauknum þegar hann hélt af stað um áttaleytið í morgun, og enn og aftur var skórinn tómur. Þannig er að Haukurinn átti að mæta í morgunsárið til nokkurs sem danirnir kalla statussteminar. Þetta seminar er þess eðlis að hóparnir setja saman einskonar kynningu fyrir tvo námsleiðbeinanda og annan hóp, til þess að kynna hversu langt þeir eru komnir með verkefni sín. Síðan tekur við látlaus orrahríð, þar sem allir keppast við að koma með gagnrýni og hópsmeðlimirnir reyna að taka því uppbyggilega. Í morgun vantaði einn úr röðum Hauks, sökum veikinda, og eigi var það hin ólétta mær. Nei, það var jólasveinn hópsins frá Randers. Hópurinn er eigi sáttur, vægast sagt. En áfram kristmenn krossmenn, ekki gráta Björn bónda heldur safna liði og skunda á Þingvöll og treysta vor heit. Eða eitthvað í þá áttina.
Haukinn er farið að lengja eftir hinni umvefjandi sælu hinna fjarlægu íslensku stranda. Nú er svo komið að minna en vika er til brottfarar og eigi hægt að segja annað en að örlítill spenningur sé farin að gera vart við sig. Þó svo að hann hlakki eigi til sjálfs ferðalagsins, sem tekur þó nokkurn tíma, þá verður hann að leggja það á sig, því að ólíkt Múhameð gamla þá er auðveldara fyrir Haukinn að fara til fjallsins en öfugt.
Haukurinn biður einnig velkominn hinn smáa en knáa pönnusleiki Stúf velkominn til íslenskra byggða. Haukurinn fer þess einnig á leit við lesendur að þeir láti vera að stunda dvergakast þar til næsti jólasveinninn kemur til byggða.
Haukurinn hefur talað!