Áfram kristsmenn,krossmenn!
Haukurinn einblínir enn og aftur að BNA í pistli sínum. Þannig er mál með vexti að í BNA fer með völd eini 'forseti' banananna sem eigi var kosinn lölega í almennum kosningum. Júníor að nafni hafði nefnilega reynt allt hvað hann gat til þess að ná löglegri kosningu, m.a. með því að gera meirihluta íbúa Flórída (eða þá sem kusu demókrata) að glæpamönnum sem eigi máttu kjósa, með því að hamla fólki frá því að kjósa, fá send utankjörstaðaatkvæði sem tímasett voru eftir að kosningum lauk og fleira í þeim dúr. Þegar allt kom til alls var það svo hæstiréttur BNA, sem m.a. pabbi júníors hafði að mestu skipað, sem setti Júníor í embætti.
Júníor er ágætis gaur þannig séð, hann var í þjóðvarðliði BNA (þó svo enginn hafi séð hann þar), rak hafnaboltalið (sem pabbi átti) og steikti fatlaða í rafmagnsstól sem ríkisstjóri Texas. Júníor hafði í raun voða lítið á bak við sig sem hjálpað gæti í starfi forseta, annað en það að hann réði gamla liðið hans pápa sem ráðgjafa. Allir gömlu karlarnir sem höfðu rétt honum sleikjó, klórað honum bak við eyrað og þurkað burtu horið þegar hann hékk á skrifstofunni með pabba, voru ráðnir til fyrri starfa. Þar eð þeir voru allir góðir vinir innbyrðis þá hefur samstarfið gengið vel og lítið er um efasemdir varðandi aðgerðir þær er þeir skipuleggja. Júníor hafði öfugt við fyrri forseta enga reynslu af neinskonar alþjóðasamstarfi, þ.e. að undanskildum þeim tilvikum þegar hann hafði reynt að steikja erlenda ríkisborgara á texas-grillinu.
Júníor hafði verið voðalega mikill grallari í æsku. Hann drakk áfengi, notaði kókaín og keyrði fullur. Það 'reddaðist' allt þegar hann fann Jesúm og frelsaðist. Þar sem Júníor var nú búinn að hleypa jesúm inn í hjarta sitt ákvað hann að skipuleggja allt sitt líf eftir guðs orði. Biblían varð fyrir vali þar eð hún hefur að geyma hinn algilda sannleik og hið sanna orð guðs - eina vandamálið er það að guð virðist ekkert hafa haft tíma til þess að fara yfir ritgerðina, þar sem hann er alltaf í hrópandi mótsögn við sjálfan sig. Fyrstu merki þessarar frelsunar sáust opinberlega þegar frambjóðendur repúblikanaflokksins voru spurðir hvaða sögulega persóna hefði haft mest áhrif á líf þeirra og júníor hrópaði upp yfir sig "Jesúm kristur frelsari vor". Augljóst að allir eiga ætt til Adams að telja....
Júníor hóf síðan störf og gekk það vel. Fyrstu tvö ár tímabils síns voru heldur erfið eða allt þar til illa menntaðir arabískir flugmenn flugu inn í háhýsi í Nýju Jórvík. Þá fékk Júníor loksins afsökun til þess að ráðast á vonda karlinn sem pabbi hans hafði reynt að drepa fyrir 10 árum síðan. Pabbi Júníors hafði nefnilega sem yfirmaður leyniþjónustu BNA gert samninga við Saddam Hussein þess efnis að hann réðist á Írani og fengi fyrir pening frá BNA. Þetta gekk allt vel þar til Saddam ákvað að ráðast inn í leppríki BNA og reyndi að stela olíunni þeirra. Hann varð svo rosavondur óvinur að ríkisstjórn BNA lét gera spilastokk sem prýddur var mynd Saddams. Allavegna nú hafði Júníor ástæðu til þess að drepa villutrúarmenn, því að hann sá þetta stríð sem krossför eins og kom fram í viðtali við einn af æðstu yfirmönnum herja BNA - sem m.a. aðhyllist nákvæmlega sömu trú og Júníor. Stríðið vannst og þökk sé spilastokknum þá fannst Saddam.
Núna hefur Júníor haft langan tíma til þess að gera ekkert og því augljóslega farinn að leiðast dauði tíminn. Hann skellti sér því nýverið í sjónvarpið og sagðist ætla að setja ákvæði í stjórnarskrá BNA sem bönnuðu hjónabönd milli annarra en karla og kvenna. Hann sagði ástæðuna m.a. vera þá að hjónabönd væru það sem byggði upp hin miklu BNA og öll hróflun við þeim væri af hinu illa. Hann var þarna að tala um það að leyfa karli og karli að giftast, ekki það að venjulegt fólk geti gift sig í ak-inn lúgu í Las Vegas - það dregur augljóslega ekkert úr áhrifagildi giftingarinnar.
Haukurinn verður að viðurkenna að hann sér ekki alveg hvernig það að fólk sama kyns gifti sig muni verða BNA að falli. Í landi þar sem maður getur keypt sér skambyssu, skothylki og áfengi á sama staðnum getur slíkt ekki skipt miklu máli. Júníor ætti að kíkja aðeins í gengnum guðs orð að nýju, einkum hið nýja testamenti, þar er þar má sjá sanngirni og meðaumkun.
Haukurinn þakkar sýnt traust og hyggst senda demórkrötum inn tilnefningu sína bráðlega. Haukurinn til forseta 2004!
Haukurinn hefur talað!
Haukurinn einblínir enn og aftur að BNA í pistli sínum. Þannig er mál með vexti að í BNA fer með völd eini 'forseti' banananna sem eigi var kosinn lölega í almennum kosningum. Júníor að nafni hafði nefnilega reynt allt hvað hann gat til þess að ná löglegri kosningu, m.a. með því að gera meirihluta íbúa Flórída (eða þá sem kusu demókrata) að glæpamönnum sem eigi máttu kjósa, með því að hamla fólki frá því að kjósa, fá send utankjörstaðaatkvæði sem tímasett voru eftir að kosningum lauk og fleira í þeim dúr. Þegar allt kom til alls var það svo hæstiréttur BNA, sem m.a. pabbi júníors hafði að mestu skipað, sem setti Júníor í embætti.
Júníor er ágætis gaur þannig séð, hann var í þjóðvarðliði BNA (þó svo enginn hafi séð hann þar), rak hafnaboltalið (sem pabbi átti) og steikti fatlaða í rafmagnsstól sem ríkisstjóri Texas. Júníor hafði í raun voða lítið á bak við sig sem hjálpað gæti í starfi forseta, annað en það að hann réði gamla liðið hans pápa sem ráðgjafa. Allir gömlu karlarnir sem höfðu rétt honum sleikjó, klórað honum bak við eyrað og þurkað burtu horið þegar hann hékk á skrifstofunni með pabba, voru ráðnir til fyrri starfa. Þar eð þeir voru allir góðir vinir innbyrðis þá hefur samstarfið gengið vel og lítið er um efasemdir varðandi aðgerðir þær er þeir skipuleggja. Júníor hafði öfugt við fyrri forseta enga reynslu af neinskonar alþjóðasamstarfi, þ.e. að undanskildum þeim tilvikum þegar hann hafði reynt að steikja erlenda ríkisborgara á texas-grillinu.
Júníor hafði verið voðalega mikill grallari í æsku. Hann drakk áfengi, notaði kókaín og keyrði fullur. Það 'reddaðist' allt þegar hann fann Jesúm og frelsaðist. Þar sem Júníor var nú búinn að hleypa jesúm inn í hjarta sitt ákvað hann að skipuleggja allt sitt líf eftir guðs orði. Biblían varð fyrir vali þar eð hún hefur að geyma hinn algilda sannleik og hið sanna orð guðs - eina vandamálið er það að guð virðist ekkert hafa haft tíma til þess að fara yfir ritgerðina, þar sem hann er alltaf í hrópandi mótsögn við sjálfan sig. Fyrstu merki þessarar frelsunar sáust opinberlega þegar frambjóðendur repúblikanaflokksins voru spurðir hvaða sögulega persóna hefði haft mest áhrif á líf þeirra og júníor hrópaði upp yfir sig "Jesúm kristur frelsari vor". Augljóst að allir eiga ætt til Adams að telja....
Júníor hóf síðan störf og gekk það vel. Fyrstu tvö ár tímabils síns voru heldur erfið eða allt þar til illa menntaðir arabískir flugmenn flugu inn í háhýsi í Nýju Jórvík. Þá fékk Júníor loksins afsökun til þess að ráðast á vonda karlinn sem pabbi hans hafði reynt að drepa fyrir 10 árum síðan. Pabbi Júníors hafði nefnilega sem yfirmaður leyniþjónustu BNA gert samninga við Saddam Hussein þess efnis að hann réðist á Írani og fengi fyrir pening frá BNA. Þetta gekk allt vel þar til Saddam ákvað að ráðast inn í leppríki BNA og reyndi að stela olíunni þeirra. Hann varð svo rosavondur óvinur að ríkisstjórn BNA lét gera spilastokk sem prýddur var mynd Saddams. Allavegna nú hafði Júníor ástæðu til þess að drepa villutrúarmenn, því að hann sá þetta stríð sem krossför eins og kom fram í viðtali við einn af æðstu yfirmönnum herja BNA - sem m.a. aðhyllist nákvæmlega sömu trú og Júníor. Stríðið vannst og þökk sé spilastokknum þá fannst Saddam.
Núna hefur Júníor haft langan tíma til þess að gera ekkert og því augljóslega farinn að leiðast dauði tíminn. Hann skellti sér því nýverið í sjónvarpið og sagðist ætla að setja ákvæði í stjórnarskrá BNA sem bönnuðu hjónabönd milli annarra en karla og kvenna. Hann sagði ástæðuna m.a. vera þá að hjónabönd væru það sem byggði upp hin miklu BNA og öll hróflun við þeim væri af hinu illa. Hann var þarna að tala um það að leyfa karli og karli að giftast, ekki það að venjulegt fólk geti gift sig í ak-inn lúgu í Las Vegas - það dregur augljóslega ekkert úr áhrifagildi giftingarinnar.
Haukurinn verður að viðurkenna að hann sér ekki alveg hvernig það að fólk sama kyns gifti sig muni verða BNA að falli. Í landi þar sem maður getur keypt sér skambyssu, skothylki og áfengi á sama staðnum getur slíkt ekki skipt miklu máli. Júníor ætti að kíkja aðeins í gengnum guðs orð að nýju, einkum hið nýja testamenti, þar er þar má sjá sanngirni og meðaumkun.
Haukurinn þakkar sýnt traust og hyggst senda demórkrötum inn tilnefningu sína bráðlega. Haukurinn til forseta 2004!
Haukurinn hefur talað!
<< Home