föstudagur, febrúar 20, 2004

Sick as a dog....Got to vomit.....!

Haukurinn er veikur líkt og félagi hans illur læknir (dr. Evil) sem á heiðurinn að ofanritaðri fyrirsögn. Kvefpestin hefur náð tangarhaldi á Hauknum og brýtur niður varnir líkama hans með tilheyrandi stíflum og hóstum. Haukurinn berst á móti með miklum hetjumóð og nýtir til þess vopnasafn það er hann og frúin hafa byggt upp á stuttum tíma hér í landi dana. Haukurinn leysir upp 'slimløsende hostemiddel' í vatni og gæðir sér á. Vökvinn rennur eigi ljúflega niður en styrkir, bætir og kætir. Smurður í Vicks, með trefil og súkkulaðilíki í bolla situr Haukurinn eftir súr í broti og þrjóksast í gegnum skólabókmenntir sínar. Þeim bardaga er eigi víst að Haukurinn beri sigur úr býtum.

Haukurinn skemmti sér konunglega yfir góðri ræmu í gær. TV 3+ sýndi í gærkveldi þá stórgóðu mynd "Ace Ventura-Pet detective" og fór Ace á kostum. Haukurinn er farinn að trúa þeim sögnum að hláturinn lengi lífið. Haukurinn lengdi líf sitt því um a.m.k. 15 ár í gærkveldi. "Finkle is Einhorn. Einhorn is Finkle. Einhorn is a man....!" HAHAHAHAHAHA

Haukurinn sá á dögunum leik drengjanna frá Liverpool gegn lið íbúa Portsmouth. Boðið var upp á hina bestu skemmtun, þar eð leikurinn var hraður og skemmtilegur. Það eina sem Haukurinn sá að leik sinna manna var að þeir virka eigi nógu sannfærandi. Það hreinlega vantar drápseðlið eða sigurhungrið í þá, því það er ekki gott til eftirspurnar að eiga yfir 10 marktækifæri og ná einungis að nýta eitt einasta þeirra. En nóg um það.

Haukurinn hefur talað!